Brezkir fjölmiðlar segja frá því í morgun, að David Cameron, forsætisráðherra Breta muni í dag flytja ræðu á ráðstefnu um öryggismál í Munchen, sem geti orðið umdeild. Í ræðunni muni Cameron boða straumhvörf í baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi heima fyrir. Forsætisráðherrann muni segja að stjórnvöld eigi ekki að vera leiðitöm gagnvart samtökum múslima, sem að vísu boði ekki ofbeldi en hafi þokukennda afstöðu til brezkra gilda svo sem jafnréttis kynja og lýðræðis.
Að eiga heima í Bretlandi jafngildir því að trúa á þessi gildi segir í ræðu Camerons, sem fjölmiðlarnir hafa augljóslega undir höndum. Ráðherrann heldur því fram í ræðu sinni að stjórnvöld hafi fallið í þá gryfju m.a. vegna ótta að hvetja til fjölþjóðamenningar í samstarfi við samtök, sem hvetji ekki til ofbeldis en séu engu að síðu hluti vandans. Cameron bendir á að slík samtök fái í sumum tilvikum mikið fé úr almannasjóðum en geri lítið til að berjast gegn ofstækisfullri afstöðu. Þetta er eins og að leita aðstoðar hægri sinnaðs fasistaflokks til þess að berjast við hvíta rasista, segir Cameron í ræðu sinni.
Í ræðunni lýsir Cameron afdráttarlausum stuðningi við lýðræðishreyfinguna á götum Kairó-borgar.
Í nafni fjölþjóðamenningar, segir Cameron, höfum við hvatt fólk af ólíkum þjóðernum til þess að búa hvert í sínu horni í stað þess að skapa samfélag, þar sem allir finni að þeir eigi heima.
Ef hvítur einstaklingur lýsir skoðunum svo sem rasisma, fordæmum við hann. En ef sambærilegar skoðanir koma frá einhverjum sem ekki er hvítur förum við fram af varkárni og erum jafnvel hrædd við að mótmæla þeim.
Gengið er út frá því sem vísu í fréttum brezku blaðanna, að ræða Cameons verði umdeild ekki sízt í hópi múslima. Forsætisráðherrann segir, að Evrópa verði að vakna til vitundar um hvað sé að gerast í hennar eigin garði.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.