Mánudagurinn 27. júní 2022

Lánakostnaður Portúgala úr böndunum - ótti vegna evrunnar vex


10. febrúar 2011 klukkan 17:06

Lánakostnaður í Portúgal hækkar nú mjög eftir nokkurra vikna ró á fjármálamörkuðum vegna skuldavandans á evru-svæðinu. Sérfræðingar krefjast skjótra viðbragða.

Í danska blaðinu JyllandsPosten segir að vextir á ríkisskuldabréfum í Portúgal hafi hækkað mjög hratt og þeir nálgist nú óðfluga sama stig og knúði Íra til að leita aðstoðar og samþykkja neyðaraðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS).

Til samanburðar má geta þess að vextir á 10 ára þýskum ríkisskuldabréfum séu í raun 3,27%.

Vaxtahækkunin er til marks um ótta fjárfesta við að ríkisstjórn Portúgals takist ekki að ná tökum á efnahagsvanda þjóðarinnar. Ítrekuð áhersla á vegum ESB til að finna heildarlausn á skuldavanda evru-svæðisins hefur undanfarnar vikur dugað til að skapa ró vegna vanda Spánar, Ítalíu og Belgíu.

Richard McGuire, vaxtasérfræðingur við hollenska stórbankann Rabobank, segir að vaxtahækkunin á portúgölsku ríkisskuldabréfunum gæti verið til marks um að skuldvandinn sé að magnast að nýju á evru-svæðinu.

„Við erum að nýju á sama stað og áður þar sem þeir [ESB-stjórnmálamenn] lofa einhverju án þess að lýsa því í smáatriðum sem fyrir þeim vakir. Ég tel að á markaði hafi menn í vaxandi mæli áhyggjur af þróuninni eins og gerðist áður en veitt var aðstoð til Grikklands og Írlands,“ segir Richard McGuire við Financial Times.

Annar sérfræðingur segir að í raun sé engin spurn eftir ríkisskuldabréfum Portúgals. Þessi sérfræðingur vill ekki láta nafns síns getið en hann segir við Financial Times, að lánakostnaður Portúgala eigi eftir að hækka enn frekar þar sem enginn vilji skuldabréf þeirra.

Ríkisskuldir Portúgala eru ekki eins háar og Grikkja og Íra sem hlutfall af efnahag þjóðarinnar. Á hinn bóginn eru líkur á hagvexti í Portúgal svo litlar og samkeppnishæfni Portúgala svo léleg að þjóðin býr við þá hættu að skuldabyrðin verði henni ofviða.

Heimild: JyllandsPosten

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS