Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Grikkir gagnrýna fulltrúa AGS harðlega fyrir íhlutun í innanríkismál


12. febrúar 2011 klukkan 21:02

Grikkir sökuðu laugardaginn 12. febrúar eftirlitsmenn ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) með framkvæmd grískra efnahagsáætlana um að fara út fyrir umboð sitt og skipta sér af innanríkismálum Grikklands.

Gerard McGovern
Þinghúsið í Aþenu

Giorgos Petalotis, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, gaf tóninn í gagnrýni grískra stjórnvalda strax föstudaginn 11. febrúar þegar hann sagði að framkoma eftirlitsmannanna væri óviðunandi. Grikkir þyrftu ekki að sætta sig hvað sem væri þrátt fyrir neyð sína, stjórnvöld tækju aðeins fyrirmæli frá grísku þjóðinni.

Ríkisstjórn Grikklands hefur ekki áður risið opinberlega til andmæla við AGS og ESB, eftir að Grikkjum var veitt 110 milljarða evra fjárhagsleg aðstoð vorið 2010 til að bjarga þeim frá ríkisgjaldþroti.

Sendinefnd AGS, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórnar ESB segir að Grikkir verði að einkavæða ríkiseignir fyrir 50 milljarða evra flýta fyrir skipulagsbreytingum á næstu mánuðum til að halda fjármálum ríkisins á floti. Fulltrúi AGS sagði að margir þátttakendur í tíðum mótmælum gegn grísku ríkisstjórninni væru reiðir vegna þess að þeir væru að tapa „ósanngjörnum forréttindum og sérkjörum“.

George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, ræddi við Dominique Strauss-Kahn, forstjóra AGS, í síma laugardaginn 12. febrúar og lýsti vanþóknun sinni á framkomu fulltrúa AGS. Forsætisráðuneytið sagði að Strauss-Kahn hefði hringt í Papandreou. Hann hefði sýnt skilning á því sem fólst í orðum forsætisráðherrans og lýst virðingu sinni í garð grísku ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar.

Stjórnarandstaðan, sem er hægra megin við miðju, gagnrýndi hins vegar ríkisstjórn sósíalista harðlega fyrir látalæti gagnvart AGS.

Poul Thomsen, sem fer fyrir AGS í Grikklandi, eins og hann gerði hér á Íslandi á sínum tíma, sagði að frambúðar-umbætur í Grikklandi ættu undir högg að sækja gagnvart gæslumönnum sérhagsmuna eins og vöruflutningabílstjóra og lyfjafræðinga. „Ég er ekki undrandi á því að þessir hópar mótmæli ég er hins vegar einnig sannfærður um að gríska þjóðin áttar sig á því hvað hér er á ferðinni: tilraun til að vernda ósanngjörn forréttindi og sérkjör.“

Thomsen taldi fráleitt að Grikkir kynnu að selja fornminjar sínar til að afla sér tekna, en sagði að léleg stjórn á opinberum fjármálum leiddi til sóunar í Grikklandi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS