Gætu ekki haldið uppi tveimur smástríðum á sama tíma
Rússar gætu haldið úti takmörkuðu stríði á einum vígstöðvum við vesturlandamæri sín en ekki einu í vestri og öðru í austri á sama tíma að því er fram kemur í leynilegri greiningu Atlantshafsbandalagsins á hernaðargetu Rússlands og sagt var frá í Aftenposten í gær byggt á gögnum frá Wikileaks.
Í greiningu Atlantshafsbandalagsins kemur fram að hernaðartæki Rússa séu gömul og úr sér gengin og rússneska herinn skorti mannafla. Hins vegar er bent á að Rússar byggi á yfirráðum yfir taktískum kjarnorkuvopnum, sem þeir mundu beita í svæðisbundnum átökum. Þessi greining bandalagsins var unnin í nóvember 2009 í kjölfar mikilla heræfinga Rússa í námunda við Eystrasaltsríkin. Á þeim tíma töldu Eystrasaltsríkin þrjú, Tékkland, Pólland og Rúmenía að Atlantshafsbandalagið hefði átt að gera athugasemdir við þessar heræfingar. Ítalir lögðu áherzlu á að ekki mætti gera of mikið úr æfingunum. Þýzkaland komst að þeirri niðurstöðu, að Rússar hefðu ekki brotið neina samninga og Bandaríkjamenn sögðu ekki neitt.
Euobserver, sem fjallar um málið segir, að þessar upplýsingar skaði Pútín í forsetakosningunum í Rússlandi á næsta ári en hann reyni að draga upp þá mynd af Rússlandi, að Rússar séu að endurheimta fyrri stöðu sem stórveldi. Vakin er athygli á því, að takmörkuð hernaðargeta Rússa geti valdið vandamálum á landamærum þeirra og Kína.
Friðarstofnunin í Stokkhólmi bendir á að Rússar hafi á árinu 2009 sett 45 milljarða evra í herútgjöld og Kína 73 milljarða evra. Á sama tíma vörðu Bandaríkjamenn 489 milljörðum evra til hernaðarmálefna og 80 milljörðum evra til viðbótar í njósnastarfsemi.
Euobserver bendir á að á árinu 2006 hafi birtzt grein í Foreign Affairs, þar sem fram hafi komið að kjarnorkuvopnabúr Rússa væri svo gamalt að Bandaríkjamenn gætu auðveldlega eytt því í einu höggi.
Nágrannar Rússar svo sem Litháar hafa hins vegar meiri áhyggjur af taktískum kjarnorkuvopnum Rússa. Þeir búi yfir kjarnorkujarðsprengjum á stærð við bakpoka, sem fallhlífastökkvarar geti flutt að baki víglínu óvinar og geti valdið mikilli eyðileggingu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.