Mundi keppa við Panamaskurðinn um flutninga
Kínverjar eiga nú í viðræðum við stjórnvöld í Kolumbíu um að koma upp 220 km járnbrautartengingu á milli Buenaventura á Kyrrahafsströndinni og nýrrar hafnar í Cartagena, borgar á Atlantshafsströnd Kolumbíu. Þessi járnbraut yrði valkostur við flutninga á milli Kyrrahafs og Atlantshafs við Panamaskurðinn.
Panamaskurðurinn var opnaður árið 1914 og var ætlaður til flutninga á 80 milljónum tonna af varningi á ári en nú fara um 300 milljónir tonna um skurðinn árlega. Með því að byggja þessa járnbraut mundu Kínverjar tryggja sér flutningsleið sem gæti flutt 50 milljónir tonna á ári og gera þá óháða Panamaskurðinum. Þetta mundi m.a. auðvelda flutning á kínverskum vörum til austurstrandar Bandaríkjanna. Daily Telegraph segir að slíkar framkvæmdir mundu ýta undir þá framtíðarsýn Warren Buffets að járnbrautarflutningar ættu eftir að ganga í endurnýjun lífdaga.
Kolumbía er fimmti stærsti kolaframleiðandi í heimi. Mest af þeim kolum er selt til Evrópu og Bandaríkjanna. Hin áformaða járnbrautartenging Kínverja gæti breytt því og leitt til þess að meira af kolum yrði flutt frá Kolumbíu til Kína. Viðskipti Kolumbíu og Kína hafa fimmhundruðfaldast á síðustu 30 árum.
Kínverjar leitast nú við að bæta samgöngur frá Kína til annarra heimshluta. Þannig standa nú yfir stórfelldar framkvæmdir við nýja samgönguleið frá suðurhluta Kína um Búrma til, Indlandshafs.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.