Karl-Theodor zu Guttenberg, varnarmálaráðherra Þýskaland, stuðning Angelu Merkel, kanslara, vísan þótt hann sæti ámæli fyrir ritstuld við gerð doktorsritgerðar sinnar í stjórnskipunarrétti, eftir að hann varð orðinn þingmaður.
Merkel sagði föstudaginn 18. febrúar að hún bæri fullt traust til Guttebergs en ætlaði ekki að segja neitt um ritgerð hans fyrr en háskólinn í Bayreuth hefði lokið athugun sinni.
Laugardaginn 19. fenbrúar birtust hins vegar nýjar ásakanir um að zu Guttenberg hefði nýtt sér þjónustu rannsóknardeildar þýska þingsins, sem á að aðstoða þingmenn við störf þeirra í þinginu, til að afla gagna sem hann notaði án lítilla breytinga í ritgerð sína. Í blaðinu Süddeutsche Zeitung segir að varnarmálaráðherrann hafi vísað á rangan hátt til verka að minnsta kosti 19 höfunda.
Föstudaginn 18. febrúar sagði Guttenberg einbeittur við fréttamenn fyrir framan varnarmálaráðuneytið að hann mundi „tímabundið ég endurtek tímabundið“ afsala mér doktorstitlinum þar til háskólinn lýkur rannsókn sinni.
Saksóknarar í Bayreuth sögðu frá því skömmu áður en Guttenberg gaf yfirlýsingu sína að tvær kærur hefðu borist á hendur honum fyrir brot á höfundarrétti og fyrir að hafa sagt ósatt þegar gaf eiðsvarna yfirlýsingu við skil á ritgerð sinni.
Þýska stjórnarandstaðan krefst afsagnar Guttenbergs, sem kemur úr CSU, flokki kristilegra demókrata í Bæjaralandi, en þar hlaut hann skjótan stjórnmálaframa og varð varnarmálaráðherra áríð 2009.
Stjórendur háskólans í Bayreuth geta óskað eftir því að Guttenberg breyti ritgerð sinni eða hreinlega svipt hann doktorsgráðunni, sem hann hlaut árið 2006. Háskólinn hefur veitt ráðherranum 14 daga frest til að skila skriflegri greinargerð um málið frá sínum sjónarhóli.
Heimild: Deutsche Welle
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.