EFTA-dómstóllinn getur ekki dæmt íslenska ríkið til að greiða fébætur vegna Icesave-reikninga í Bretlandi og Hollandi, hann getur aðeins skorið úr um hvort Ísland hafi brotið gegn EES samningnum. Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið. Þetta sagði Skúli Magnússon ritari EFTA-dómstólsins, við RÚV föstudaginn 25. febrúar.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf undir lok maí 2010, þar sem vakið var máls á því að Íslendingar yrðu að inna af hendur greiðslur til Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninganna. Íslenskum stjórnvöldum bar að andmæla þessu áliti innan tveggja mánaða frá dagsetningu bréfs ESA. Engin slík andmæli hafa hins vegar verið send frá ríkisstjórninni.
Láti íslensk stjórnvöld undir höfuð leggjast af svara getur ESA farið með málið fyrir EFTA-dómstólinn í Lúxemborg en þar sitja þrír dómarar frá Íslandi (Þorgeir Örlygsson), Liechtenstein og Noregi. Skúli Magnússon stjórnar daglegum rekstri dómstólsins, enn hann var áður héraðsdómari í Reykjavík auk þess að kenna við lagadeild Háskóla Íslands.
Í frétt RÚV sem áður er til vitnað sagði, að þau sjónarmið hefðu heyrst að höfnuðu Íslendingar Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu kynni EFTA-dómstóllinn að dæma íslenska ríkið til greiðsluskyldu, en jafnframt að málið væri dómstólnum óviðkomandi.
Skúli Magnússon sagði við RÚV, að félli Icesave-samningurinn væri líklegasta framhaldið að ESA vísaði málinu til EFTA-dómstólsins. Dómstóllinn tæki hins vegar aðeins afstöðu til þess hvort um brot á EES-samningnum væri að ræða. Teldi hann EES-samninginn brotinn myndu innistæðustryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi væntanlega höfða mál á hendur íslenska ríkinu, en það yrðu þeir að gera fyrir íslenskum dómstólum.
Skúli sagði að hafa yrði í huga að í þessu máli yrði ekki dæmt um skaðabótaskyldu. Lokaorðið um skaðabótaskyldu íslenska ríkisins væri samkvæmt reglum EES í höndum íslenskra dómstóla.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.