Tæplega 200 þýskir hagfræðiðprófessorar hafa ritað undir yfirlýsingu og hafnað þeim tillögum sem nú liggja fyrir um lausn á skuldavanda evru-svæðisins. Þeir vilja þess í stað að mótuð verði leið fyrir þjóðir í vanda til að lýsa sig gjaldþrota.
„Við hvetjum þýsku ríkisstjórnina til að grípa til ráðstafana ef evrópski björgunarsjóðurinn dugar ekki og vinna hratt að því með ESB-félögum sínum að móta nákvæma áætlun um hvernig grípa skuli á gjaldþroti stórskuldugra evru-ríkja,“ segir í yfirlýsingu sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung fyrir skömmu.
Meira en 200 prófessorum var boðið að rita undir yfirlýsinguna og 189 gerðu það, þar á meðal þjóðkunnir fræðimenn á borð við Manfred Naumann við háskólann í Bonn og Justus Haucap við háskólann í Düsseldorf.
Prófessorarnir telja betra að einstök ríki semji um uppgjör á skuldum sínum og gangi í gegnum gjaldþrotameðferð ef svo ber undir frekar en að breyta evru-björgunarsjóðnum í varanlega stofnun eftir árið 2013 eins að er stefnt. Með því lækki ríkin skuldir sínar og geti hafið nýja vegferð.
Sú leið sem leiðtogar ESB-ríkjanna séu nú að skoða og kunni að samþykkja undir lok mars feli í sér „varanlega ábyrgð“ á skuldum sumra ríkja sem hefði „,mjög alvarlegar afleiðingar“ að mati prófessoranna.
Í yfirlýsingu þeirra er einnig lýst efasemdum um aðgerðir til að auka samkeppnishæfni þeirra ríkja á evru-svæðinu sem standa höllum fæti og til að hlutast til um ríkisfjármál þeirra vegna þess hve Evrópusambandið búi yfir litlum „áhrifamætti“.
Yfirlýsingin birtist um sama leyti og þingmenn í flokki Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa sterklega varað við því að hinn varanlegi björgunarsjóður evrunnar geti keypt ríkisskuldabréf skuldsettra evru-ríkja, eins og framkvæmdastjórn ESB og Seðlabanki Evrópu vilja.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.