Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, segir brottkast á fiski innan ESB ósiðlegt, sóun á nátturuauðlind og tíma sjómanna. Leggja beri áherslu á að banna brottkast við endurskoðun á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB.
Þetta kom fram í ræðu sem Damanaki hélt á óformlegum fundi ESB-þingmanna og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkja í Brussel þriðjudaginn 1. mars.
Hún taldi sjálfu lífkerfi sjávar ógnað yrði haldið áfram á sömu braut innan ESB. Þar væri um helmingi af veiddum bolfiski kastað aftur fyrir borð og allt að 70% af flatfiski.
„Verði haldið áfram á sömu braut mun brottkast grafa undan efnalegri afkomu sjómanna og strandhéraða okkar. Þá munu sjómenn og fjölskyldur þeirra sitja uppi með reikninginn. Veðri haldið áfram á sömu braut munu neytendur hverfa frá fiskneyslu, því að fyrr eða síðar, fær hún á sig neikvæða ímynd sóunar á náttúruauðlind,“ sagði sjávarútvegsstjórinn í ræðu sinni.
Hún sagði að gegn þessari þróun yrði að snúast með öllum ráðum. Til þessa hefði verið reynt að berjast gegn brottkasti með tæknilegum aðferðum innann ESB. Það væri eins og að ætla að lækna alvarlegan sjúkdóm með magnyli. Stefnan hvetti stundum beinlínis til brottkasts.
„Ég velti fyrir mér að leggja til að bann við brottkasti verði hluti af nýrri sameiginlegri stefnu í sjávarútvegsmálum,“ sagði Damanaki.
Um þetta yrði deilt en skynsamlegt væri að fikra sig áfram stig af stigi. Stjórnkerfi, hvort heldur sóknardagakerfi eða kvótakerfi, yrðu að taka mið af meginreglunni um bann við brottkasti. Henni yrði að fylgja fram á öllum stigum veiða og löndunar, meðal annars með eftirlistmönnum eða eftirlitsmyndavélum um borð í skipum.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.