Sunnudagurinn 18. apríl 2021

Subway fer fram úr McDonalds með fjölda staða á heimsvísu


8. mars 2011 klukkan 10:25

Subway, skyndibitastaður sem helgar sig í sölu á brauðbátum rekur nú 33.749 staði um heim allan og er þar með orðinn stærri en McDonalds. Er þetta í fyrsta sinn sem Subway nær skyndibitakórónunni af McDonalds.

Les Winograd, upplýsingafulltrúi Subway, skýrði frá þessu og sagði AFP-fréttastofunni að Subway hefði farið fram úr McDonalds á árinu 2010, en 1. janúar voru Subway staðir í heiminum 33.749 en McDonalds staðie 32.737.

Subway var stofnað árið 1965.

Fyrsti veitingastaður Subway á Íslandi var opnaður árið 1994. Frumkvöðull að rekstri staðarins var Skúli Gunnar Sigfússon. Hann stofnaði fyrsta staðinn í Faxafeni í Reykjavík. Hann hafði kynnst Subway sem námsmaður i Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum.

Nú eru 18 Subway staðir á Íslandi, í Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Selfossi, Akranesi og nú síðast á Egilsstöðum.

Hér á landi er enginn McDonalds staður.

Heimild: Jyllands Posten, vefsíða Subway á Íslandi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS