Leiðtogar evruríkjanna koma saman til fundar í dag, þar sem þeir reyna að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að bjarga hinum verst settu í þeirra hópi gegn því að aðildarríki evrunnar fallist á róttækar breytingar á stefnu þessara ríkja í efnahagsmálum og ríkisfjármálum. Þjóðverjar hafa sett stíf skilyrði fyrir stuðningi við víðtækari björgunaraðgerðir.
Kröfur Þjóðverja eru: eftirlaunaaldur verði hækkaður til þess að draga úr kostnaði lífeyrissjóða. Vísitölutenging launa, þar sem hún er til staðar verði afnumin, skuldbinding um skuldalækkun og samþykki við því að fjárlög ríkja fari í gegnum skoðun hjá Evrópusambandinu áður en þau verða lögð fyrir þjóðþing viðkomandi landa. Þjóðverjar gera líka kröfu til þess að eigendur skuldabréfa, sem bankar hafa gefið út eða einstök evruríki taki á sig töp en þeim verði ekki velt yfir á skattgreiðendur.
Þrýstingur á evruríkin um að komast að niðurstöðu hefur aukizt eftir að Moody´s lækkaði lánshæfismat Spánar í gær. Í kjölfar þess lækkaði verð hlutabréfa um alla Evrópu og reyndar einnig í Bandaríkjunum. Þá telja margir greinendur að Portúgalar þurfi að taka neyðarlán og að skuldir Grikkja verði endurmetnar.
Horft er til Þýzkalands sem lánveitanda til þrautavara og þess vegna getur Angela Merkel sett öðrum evruríkjum stíf skilyrði. Nái evruríkin samkomulagi í dag á eftir að ræða það samkomulag á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna allra 24-25 marz n.k. en sá fundur er haldinn tveimur dögum fyrir mikilvægar fylkiskosningar í Þýzkalandi.
Embættismenn ESB segja nauðsynlegt að komast að niðurstöðu, sem Angela Merkel geti túlkað sem sigur fyrir sig og sem rói fjármálamarkaði.
Í kröfum Þjóðverja felst raunlækkun launa í mörgum aðildarríkjum evrunnar, sem á að auka samkeppnishæfni þeirra.
Að sögn New York Times er frekar gert ráð fyrir því að samkomulag náist á leiðtogafundi evruríkjanna í dag.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.