Sama dag, 11. mars og efnt er til sameiginlegs fundar utanríkismálanefndar og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar alþingis að ósk þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að fara yfir stöðu mála að loknum ESB-rýnifundunum sem haldnir hafa verið um sjávarútvegsmál birtir Fréttablaðið forsíðufrétt um reglugerð frá ESB frá 18. janúar 2011, sem blaðið túlkar á þann veg, að aðildarríki ESB geti „ákvarðað einhliða hámarksafla úr stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og átt hefur við hingað til“.
Í fréttinni er sagt nánar frá efni reglugerðarinnar og skýringu framkvæmdastjórnar ESB á henni. Þar kemur fram að framkvæmdastjórnin sækist eftir „ráðgjöf hagsmunaaðila við að færa stjórn aflaheimilda, sem varða aðeins eitt aðildarríki, undir viðkomandi ríki“.
Vald aðildarríkisins er takmarkað á þann veg að það skal vera í samræmi við meginreglu sjávarútvegsstefnu ESB um sjálfbæra nýtingu auk þess sem nýta ber stofninn með sem mestan ávinning í huga. Þá ber ríkinu að miðla upplýsingum til ESB og leggja rækt við góða stjórnunarhætti.
Fréttablaðið ræðir við Aðalstein Leifsson, stjórnmálafræðing og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Aðalsteinn er fylgjandi aðild Íslands að ESB og segir „reglugerðina styrkja stöðu Íslands í sjávarútvegsmálum“.
Aðalsteinn fullyrðir í Fréttablaðinu að „enginn ágreiningur“ sé um það að „samkvæmt reglum ESB eigi ekkert annað ríki tilkall til veiðiréttinda á botnfiski umhverfis Ísland á grundvelli sögulegrar veiðireynslu“. Þá segir Aðalsteinn:
„Þessi reglugerð bætir um betur og gefur Íslandi að minnsta kosti tækifæri til að setja fram og rökstyðja þá kröfu að ákvörðun um hámarksafla í botnfiski í íslenskri lögsögu verði eftir sem áður í höndum íslenskra stjórnvalda, enda verði sóknin í fiskistofnana áfram ábyrg og skili sem mestum efnahagslegum ávinningi.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.