Leiðtogar evru-ríkjanna 17 urðu sammála um smáskref til styrktar evrunni á fundi sínum í Brussel föstudaginn 11. mars, að sögn AFP-fréttastofunnar. Þeir eru sammála um að samhæfa efnahagsstefnu ríkja sinna meira í því skyni að sigrast á viðvarandi skuldakreppu. Ákveðið hefur verið að samkomulagið sem er á döfinni verði kallað: Sáttmáli í þágu evrunnar, eða evru-sáttmálinn en ekki kennt við samkeppni eða nefnt samkeppnisáttmálinn eins og gert var þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy. forseti Frakklands, hreyfðu því fyrst að slíkt samkomulag yrði gert.
„Við höfum náð samkomulagi um sáttmála í þágu evrunnar,“ sagði Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, sem hafði verið falið að leiða vinnuna við að smíða tillögur fyrir leiðtogafundinn. Twitter síðu hans var síðan breytt og sagt að „fyrir lægi samkomulag í megindráttum“ en viðræðum yrði haldið áfram um „aðra þætti heildarlausnarinnar“.
Í sáttmáladrögunum er fjallað um alla þætti sameiginlegrar efnahagsstefnu í því skyni að samræma efnahagsstjórn í evru-ríkjunum til að samkeppnishæfni þeirra aukist og þau nái betri tökum á ríkisfjármálum sínum.
AFP vitnar í stjórnarerindreka sem segir að Van Rompuy verði að fá samþykki leiðtogafundar ESB-ríkjanna 27 við tillögum sínum á fundum í Brussel 24. og 25. mars nk.
Margir spá því að Portúgal sé næst í röðinni á eftir Grikklandi og Írlandi til að þurfa neyðaraðstoð frá ESB vegna skuldavanda. Portúgalir tilkynntu í tengslum við evru-leiðtogafundinn að þeir myndu grípa til enn meiri niðurskurðar ríkisútgjalda til að fullnægja skilyrðum ESB árið 2012. Olli Rehn, efnahagsstjóri ESB, sagði að þessar aðgerðir portúgölsku ríkisstjórnarinnar væru „mikilvægar nýjar skuldbindingar“ til að tryggja efnahagslegan stöðugleika í Portúgal. Í þeim felst að fjárlagahalli verður 4,6% af landsframleiðslu í ár en 3% árið 2012.
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, tók þátt í evru-leiðtogafundinum og kynnti „Sáttmála í þágu evrunnar“.
Í frétt AFP segir að fréttamenn stofunnar hafi séð skjalið sem Trichet kynnti og þar sé mælt fyrir samvinnu á fjórum meginsviðum: til að bæta samkeppnishæfni, auka atvinnu, vinna að sjálfbærum ríkisfjármálum og auka fjármálalegan stöðugleika.
Einstök ríki verða ábyrg fyrir sérgreindum aðgerðum en þau verði öll að stefna að sama markmiði. Sjálfsstjórn innan þessara marka segir AFP að sé nauðsynleg til að friða stjórnendur smærri þjóða sem séu uppnæmar fyrir fullveldi sínu.
Markmiðið sé „að ná nýjum gæðum við samhæfingu efnahagsstefnu á evru-svæðinu og þar með stuðla að auknum samruna,“ segir i skjalinu.
Rökin eru þau að setji evru-ríkin sér sömu markmið og fylgi sömu reglum verði að lokum unnt að ná tökum á hinum gífurlega skuldavanda , rétta halla á ríkissjóði og styrkja þannig grundvöll evrunnar.
Þjóðverjar sem mynda efnahagslegan bakhjarl evrunnar segja að núverandi vanda hins sameiginlega gjaldmiðils megi einkum rekja til þess að ríki fylgi ekki reglum um lágar skuldir og lítinn ríkissjóðshalla.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.