Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

ESB-þingmenn mynda þverpólitískan hóp: „Framtíð með fiski“


13. mars 2011 klukkan 14:23

ESB-þingmenn úr öllum helstu þingflokkum ESB-þingsins hafa myndað þverpólitískan baráttuhóp fyrir róttækum breytingum á sjávarútvegsstefnu ESB. Hópurinn hitti Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, þriðjudaginn 8. mars.

ESB
Maria Damanaki,sjávarútbegsstjóri ESB, og Richard Seeber, ESB-þingmaður frá Austurríki.

Richard Seeber, ESB-þingmaður frá Austurríki og félagi í þingflokki mið-hægrimanna (EPP), er formaður hópsins sagði: „Við viljum vekja athygli almennings á að breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB verða að byggjast á sjálfbærni. Fiskveiðifloti Evrópu er einfaldlega of stór, þess vegna stundum við ofveiði.“

Hann sagði að stærsta verkefni hópsins væri að sýna fram á nauðsyn þess að minnka fiskveiðiflotana. „Þetta er ekki þægilegur boðskapur, einkum gagnvart fiskveiðiþjóðum. Við viljum styðja sjávarútvegsstjórann í viðleitni hennar til gera raunverulegar breytingar með því að fiskveiðar í Evrópu verði sjálfbærar.“

Hinn nýi þverpólitíski hópur starfar undir heitinu: „Framtíð með fiski“ (Fish for the Future). Þingmenn frá 14 ríkjum úr öllum stóru ESB-þingflokkunum hafa þegar skráð sig til þátttöku í honum.

Í frétt um hópinn er vakin athygli á því að almennt hafi áhugamenn frá strandríkjum haft mest að segja um sjávarútvegsstefnu ESB. Richard Seeber komi hins vegar frá landluktu ríki, Austurríki, sem hvergi á land að sjó. „Allir Evrópubúar, einnig þeir sem koma frá landluktum ríkjum, viljum fisk í soðið. Það skiptir mestu. Sumir veiða fisk aðrir borða hann, og við Austurríkismenn erum í hópi þeirra sem snæða hann, “ sagði Seeber.

Á fundinum með hópnum sagði Maria Damanaki, að hún vildi að styrkir til nýsmiði fiskiskipa yrðu utan við nýja sjávarútvegsstefnu ESB. Hún áréttaði einnig nauðsyn þess að framkvæmdastjórnin stæði við fyrirheit sitt um einfalda, svæðisbundna sjávarútvegsstefnu. Damanaki sagði að hún vildi bann við brottkasti í nýrri ESB-sjávarútvegsstefnu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS