Segja Íslendinga vilja halda „nokkrum yfirráðum“ á stjórn fiskveiða
Ályktun byggð á fyrstu áfangaskýrslu um aðildarviðræður Íslands við ESB var samþykkt á ESB-þinginu fimmutdaginn 7. apríl með 544 atkvæðum, 29 greiddu atkvæði gegn ályktuninni og 41 sat hjá. ESB-þingið fagnar væntanlegri aðild Íslands að ESB enda sé landið eitt elsta lýðræðisríki Evrópu auk þess sem þjóðin búi við vel starfandi markaðshagkerfi. Bent er á að ýmis óleyst og viðkvæm mál verði þó að leiða til lykta áður en til aðildar geti komið, eins og Icesave-deiluna, banna verði hvalveiðar (bannaðar innan ESB) og finna lausn á ósk Íslendinga um að vernda sjávarútvegs- og landbúnaðarmarkaði sína.
ESB-þingmenn hvöttu til þess í umræðum um skýrsluna sem fór fram þriðjudaginn 6. apríl, að Ísland og ESB kæmust að viðunandi niðurstöðu um makrílkvóta. Í fréttatilkynningu frá ESB-þinginu segir, að makrílmálið sé orðið „sérstaklega viðkvæmt“ eftir að sjöundu viðræðulotu um það lauk án árangur í Noregi 11. mars sl.
ESB-þingið leggur einnig áherslu á nauðsyn þess að Íslendingar „lagi sjávarútvegslöggjöf sína að innri markaðsreglum ESB að því er varðar rétt til þess að koma á fót fyrirtækjum, frelsi til að veita þjónustu og frelsi til fjárfestinga í fiskframleiðslufyrirtækjum. Ísland, þar sem efnahagslífið á mjög mikið undir sjávarútvegi, hefur þegar lýst í almennri afstöðu sinni til aðildar að það vilji halda nokkrum yfirráðum (some control) á stjórn fiskveiða í efnahagslögsögu sinni,“ segir í tilkynningu ESB-þingsins.
„Alvarlegur ágreiningur“ er um hvalveiðar sögðu ESB-þingmenn og lögðu áherslu á að bann við hvalveiðum væri hluti af ESB-rétti (það er þeim lagabálki og reglum sem öll ný aðildarríki ESB yrðu að samþykkja). Þeir hvöttu til víðtækari viðræðna um bann við hvalveiðum bann við sölu á hvalaafurðum.
ESB-þingmenn fögnuðu því að nýir Icesave-samningar hefðu tekist milli ríkisstjórna Íslands, Bretlands og Hollands. Þeir töldu miklu skipta að tveir þriðju þingmanna hefðu greitt atkvæði með lögum um samningana 17. febrúar 2011 og vonuðu að jákvæð niðurstaða yrði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl.
Cristian Dan Preda, mið-hægri, ESB-þingmaður frá Rúmeníu, sem flutti þinginu skýrsluna, sagði gleðiefni að kannanir sýndu vaxandi almennan stuðning meðal Íslendinga á því að halda áfram viðræðum viðræðum og að meirihluti Íslendinga treysti ESB-þinginu. Í niðurstöðu ESB-þingsins kemur engu að síður fram að gera þurfi umtalsverðar ráðstafanir til að upplýsa Íslendinga um hvað felst í aðild að ESB. Þingmenn hvetja ríkisstjórn Íslands til að auka almennar umræður um málið, enda byggist þær á skýrum staðreyndum og upplýsingum um þær og afleiðingar ESB-aðildar, svo að almenningur geti „geti tekið upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild sem efnt verður til þegar fram líða stundir“.
(Byggt á fréttatilkynningu ESB-þingsins.)
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.