Fulltrúar í stjórnlaganefnd ESB-þingsins hafa samþykkt tillögu um að 25 nýir ESB-þingmenn verði kjörnir beinni kosningu í öllum ESB-ríkjum en ekki á listum í einstökum aðildarríkjum. Tilgangurinn er að efla tengsl þingsins við almenning og þar auka vinsældir þess.
Andrew Duff, ESB-þingmaður frjálslyndra frá Bretlandi, flutningsmaður tillögunnar vonar að framkvæmd hennar stuðli jafnframt að því að forseti framkvæmdastjórnar ESB verði einnig kosinn beinni kosningu af þjóðum ESB. ESB-efahyggjumenn gagnrýna þessi áform og telja að þau grafi enn frekar undan valdi og áhrifum þjóðríkja innan ESB.
Stjórnlaganefnd ESB-þingsins ber samkvæmt Lissabon-sáttmálanum að huga að skipan ESB-þingsins og hún samþykkti tillögu Duffs hinn 19. apríl með 20 atkvæðum gegn fjórum.
Samkvæmt tillögunni mundi hver kjósandi innan ESB fá tvo atkvæðaseðla í kosningum til ESB-þingsins. Á öðrum væru nöfn frambjóðenda í heimakjördæmi kjósandans en hinum nöfn þeirra sem byðu sig fram á öllu ESB-svæðinu. Tillagan verður lögð fyrir ESB-þingið í júní, auk þess þurfu ríkisstjórnir einstakra ESB-ríkja að samþykkja hana.
Á listanum sem boðinn yrði fram á öllu ESB-svæðinu yrði að minnsta kosti þriðjungur ESB-ríkja að eiga fulltrúa og samin yrði sérstök regla til að dreifa atkvæðum á frambjóðendur. Duff segir um tillögu sína að hún sé mikilvægt skref til þess tíma þegar lýðræði byggist ekki á ákvörðunum innan einstakra ríkja. Þessi skoðun vekur ugg í brjóstum þeirra sem vilja ekki sjá ESB breytast í sambandsríki. Þingmennirnir fjórir sem greiddu atkvæði gegn tillögunni í nefndinni eru allir frá Bretlandi.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.