Skólaskipið Gorch Fock hefur lagst að bryggju í Kiel í Þýskalandi eftir níu mánaða siglingu á úthöfunum. Hið glæsilega selgskip sem verið hefur stolt þýska flotans hefur nú fengið á sig stimpil vegna hneykslismála.
Skipið hefur verið í þjónustu þýska flotans síðan það var smíðað af Blohm+Voss í Hamborg 1958. Síðan hefur það farið um 750.000 sjómílur, en vegalengdin jafngildir 35 ferðum umhverfis jörðina. Um 14.5000 sjóliðsforingjar og sjóliðsforingjaefni hafa starfað og hlotið þjálfun um borð í Gorch Fock.
Það hóf ferðina sem nú er lokið í ágúst 2010, 156. þjálfunarferð sína. Hinn 7. nóvember 2010 gerðist sorgaratburður undan strönd Bahia í Brasilíu. Stúlka, 25 ára gömul, fórst þegar hún féll 25 metra niður á þilfar skipsins.
Atvikið dró að sér athygli fjölmiðla, einkum gulu pressunnar. Karl Theodor su Guttenberg, þáverandi varnarmálaráðherra, sem bar pólitíska ábyrgð á skipinu og ferðum þess lét málið til sín taka. Hinn 19. nóvember var allri þjálfun um borð í skipinu hætt og sjóliðsforingjaefnin voru send til flotaskólans í Flensburg til að ljúka námi sínu.
Snemma árs 2011 birtist opinberlega bréf Hellmuts Köningshaus, eftirlitsmanns þýska þingsins með hernum. Þar lýsir hann grunsemdum um að sjóliðsforingjaefnin hafi búið við ofríki um borð í skipinu. Hið versta sem geti gerst um borð í skipum – uppreisn – hafi einnig orðið um borð í Gorch Fock. Þetta varð til þess að Guttenberg gaf fyrirmæli um rannsókn á því sem raunverulega hefði gerst um borð í skipinu.
Hinn 22. janúar rak varnarmálaráðherrann Nobert Schatz, skipherra Gorch Fock, frá störfum. Sex dögum síðar hóf rannsóknarnefnd störf um borð í skipinu í höfninni Ushuaia í Argentínu. Hefur rannsókninni verið haldið áfram á leið skipsins til Kiel.
Snemma í mars lá fyrir skýrsla rannsóknarnefndarinnar. Varnarmálaráðuneytið tók niðurstöðunni fálega og sagði að ekki yrði um frekari athugun að ræða á atvikum í ferð skipsins.
Innan flotans óttast margir að Gorch Fock verði lagt til frambúðar og atvikin undan strönd Suður-Afríku notuð sem átylla til þess. Stjórnmálamenn láta nú málið til sín taka og talsmaður jafnaðarmanna, stjórnarandstöðunnar, á þingi segir að hann vilji að Gorch Fock sé notað áfram sem skólaskip. Samtök þýskra hermanna og Königshaus, eftirlitsmaður þingsins, tala einnig máli skipsins gagnvart ríkisstjórninni.
Nýr maður, Thomas de Maiziere, hefur tekið við af Guttenberg sem varnarmálaráðherra. Hann hefur gefið flotanum von um að Gorch Fock fái áfram að sigla um höfin undir merkjum hans. Fulltrúi ráðherrans tók á móti Gorch Fock í Kiel miðvikudaginn 4. maí og flutti áhöfninni þau boð úr varnarmálaráðuneytinu að henni væri fagnað í Þýsklandi og hún gæti með stolti litið til þess sem áunnist hefði í ferð hennar.
Heimild: Deutsche Welle
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.