Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Evran lækkar vegna umræðna um brotthvarf Grikkja af evru-svæðinu


6. maí 2011 klukkan 23:00

Evran hefur lækkað um meira en 1% gagnvart dollar eftir að fréttir bárust um að Grikkir hefðu spurt um leið fyrir sig til að hverfa frá notkun evrunnar. Í þýska vikublaðinu Der Spiegel segir 6. maí að fjármálaráðherrar evru-landanna séu á skyndifundi í Lúxemborg.

Fréttinni hefur verið harðlega mótmælt af fulltrúum evru-landa, þar á meðal Grikkja og Þjóðverja. BBC birtir hins vegar frétt um málið á vef sínum að kvöldi 6. maí og segist vita að ráðherrar frá fjórum evru-löndum séu þá stundina á fundi í Lúxemborg.

Ráðherrarnir eru frá Frakklandi, Þýskalandi, Finnlandi og Hollandi. Sagt er að þeir ræði ESB-málefni og þar með fjárhagslega stöðu Portúgals, Írlands og Grikklands.

„Fréttin um að Grikkir séu að yfirgefa evru-svæðið er ósönn,“ sagði Filippos Sachinidis, aðstoðarfjármálaráðherra Gríkklands, við Reuters-fréttastofuna. „Þessar fréttir veikja Grikkland og evruna, þær eru liður í spákaupmennsku á mörkuðum.

Heimildarmaður sagði Reuters að nokkrir ESB-ráðherrar hefðu komið saman í Lúxemborg föstudaginn 6. maí til að ræða ýmis mál, Portúgal, Grikkland og forystu í Seðlabanka Evrópu „en ekkert annað“.

Wolfgang Shäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, er á fundinum með Jörg Asmussen, aðstoðarráðherra sínum.

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og formaður ráðherraráðs evru-landanna, neitar því að stofnað hafi verið til neyðarfundar til að kanna hvort Grikkir gætu losnað við evruna. „Þetta er algjörlega rangt,“ sagði Guy Schüller, upplýsingafulltrúi Junckers. „Evruhópurinn er ekki á fundi og til slíks fundar hefur ekki verið boðað um helgina.“

Ron Leven, gjaldmiðlafræðingur hjá Morgan Stanley í New York, segir að neitun embættismanna hafi ekki áhrif á mörkuðum. Hann taldi hins vegar að ekki ætti að draga miklar ályktanir af fréttum um hugsanlegt brotthvarf Grikkja af evru-svæðinu. Það yrði mjög erfitt fyrir þá að losna við evruna. Það gerðist líklega ekki á einni nóttu.

Þrátt fyrir neyðarlán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir ári og mikinn niðurskurð heima fyrir hefur Grikkjum ekki tekist að ná þeim árangri í efnahagsmálum sem að var stefnt. Undanfarnar vikur hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort grípa yrði til þess að afskrifa eittvað af skuldum gríska ríkisins eða jafnvel að ríkið yrði gjaldþrota. Ávöxtunarkrafa á 10 ára lánum til Grikklands hefur rokið yfir 15% sem er til marks um að fjárfestar efast um að þeir fái lán sín endurgreidd.

Heimild: BBC

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS