Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist hafa misreiknað sig og það ekki að litlu leyti, þegar hann greiddi atkvæði með ESB-aðildarumsókn Íslands í júlí 2009. Hann taldi að eðli viðræðnanna yrði svipað og hjá Norðmönnum í upphafi tíunda áratugarins en síðan hafi komið í ljós að um aðlögunarferli væri að ræða. Nú séum við Íslendingar „allt of djúpt í slíku ferli“.
Þetta kemur fram í samtali Björns Inga Hrafnssonar við Ögmund sem birt er á vefsíðunni Eyjunni 7. maí. Ögmundur segir vinstri-græna klofna í afstöðunni til ESB-málsins, ekki síst þingflokkinn. Hann telur að forysta flokksins verði að gera „miklu betur“ í því efni að halda tengslum við grasrót flokksins. Ögmundur minnir á að hann hafi greitt atkvæði með aðildarviðræðum við ESB og segir síðan:
„Ég skal þó játa að ég misreiknaði mig að einu leyti og það ekki litlu. Ég horfði til fordæma frá fyrri samningaviðræðum ríkja við ESB og þá ekki síst Noregs en ekki til aðildarumsóknarferlisins eins og það þróaðist gagnvart Austur- Evrópuríkjum á fyrstu árum þessar aldar. Það voru ekki eiginlegar samningaviðræður sem þar áttu sér stað heldur aðlögunarviðræður og því miður erum við allt of djúpt í slíku ferli.“
Ögmundur er ósáttur við að ESB og telur sambandið „steingervingseðlu“, þar sem það geti ekki horft til þess að Ísland sé aðildarríki á hinu evrópska efnahagssvæði. Íslendingar hafi undirgengist margt í markaðsregluverkinu . ESB ætti að láta „reyna á samning við okkur um augljósustu ágreiningsefnin. Og dengja síðan niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslu“.
Þá segir Ögmundur:
„Nei, þetta vill ESB ekki, heldur draga þetta á langinn á meðan reynt er að egna fyrir okkur með peningastyrkjum og fagurgala. Ég hef viljað að sjálfu viðræðuferlinu verði flýtt og við fengið að kjósa sem allra fyrst um niðurstöðuna. Fyrir þessu hef ég talað og geri enn. Ég skil þá kjósendur okkar sem telja að við séum að svíkja með því að fara á bólakaf í aðlögunarferli í stað þess að drífa málið í kosningu eins hratt og auðið er.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.