Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Juncker sakaður um lygar


10. maí 2011 klukkan 09:10

ESB
Jean-Claude Juncker

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar liggur nú undir harðri gagnrýni fjölmiðla í Evrópu sérstaklega í Þýzkalandi og Austurríki fyrir að ljúga um leynifund fjármálaráðherra nokkurra evruríkja sl. föstudag. Þetta kemur fram á euobserver í dag.

Eftir að Spiegel Online, netútgáfa þýzka vikuritsins skýrði frá fundinum og að hann fjallaði um þann möguleika að Grikkir yfirgæfu evruna neituðu ráðherrar og talsmenn þeirra fyrst að fundurinn hefði verið haldinn en síðan að tjá sig um hann. Síðar staðfestu sömu aðilar að fundurinn hefði verið haldinn en sögðu að ekki hefði verið rætt um að Grikkir tækju upp eigin gjaldmiðil.

Talsmaður Junckers hafði sagt við Reuters: „Ég neita því algerlega að um slíkan fund sé að ræða. Þessar fréttir eru alrangar“.

Gagnrýnin í fjölmiðlum á Juncker kemur í framhaldi af því að hann viðurkenndi á ráðstefnu fyrir nokkrum dögum, að þrátt fyrir kaþólskt uppeldi hefði hann oft orðið að ljúga til þess að ýta ekki undir sögusagnir og að efnahagsmál væru of mikilvæg til þess að ræða þau opinberlega. „Ég er hlynntur leynilegum umræðum í dimmum skotum“, er haft eftir honum. Þýzk fréttastofa hafði eftir honum: „Þegar harðnar á dalnum verður ekki hjá því komist að ljúga“.

Í gær sagði austurríska dagblaðið Der Standard að forsætisráðherra Lúxemborgar væri „meistari lyganna“. Blaðið gerði líka athugasemdir við að ráðherrum frá Austurríki og Finnlandi hefði ekki verið boðið á fundinn og að ástæða væri til að minna leiðtoga ESB en þó sérstaklega Juncker á, að fyrir ári hefðu það verið smáríkin innan ESB, sem hefðu ráðið úrslitum um aðstoð við Grikki.

Þýzka dagblaðið Suddeutsche Zeitung segir af þessu tilefni að enginn geti lengur trúað því, sem Juncker og aðrir leiðtogar ESB segi um evruna. Blaðið bætti við:„Sjaldan höfum við séð stjórnmálamenn koma fram af slíku ábyrgðarleysi, sem þeir gerðu sl. föstudagskvöld. Í Berlín, Brussel, París, Róm og Lúxemborg, höfðu embættismenn uppi þöggun, blekkingar eða lygar.“

Og blaðið sagði líka: „Hver á að trúa því í framtíðinni að Grikkland hafi ekki áhuga á að yfirgefa evruna ef forsætisráðherra Lúxemborgar Jean-Claude Juncker, sem er í fyrirsvari fyrir evru-ríkin, hefur forystu um blekkingar?“

Grískur saksóknari hefur haft samband við starfsbræður sína í Þýzkalandi um leiðir til þess að finna út hver beri ábyrgð á fréttaflutningi Der Spiegel.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS