Dönsk stjórnvöld hafna ásökunum um að þau ætli að hefja vegabréfaeftilit að nýju á dönskum landamærum gagnvart Þýskalandi og Svíþjóð. Þetta kom fram þegar innanríkisráðherrar ESB-ríkjanna komu saman til fundar í Brussel fimmtudaginn 12. maí til að ræða innflytjendamál. Søren Pind, innflytjendamálaráðherra Danmerkur, sagði að stöðug tollgæsla á landamærunum mundi draga úr afbrotum.
„Ég sé að mikið uppnám er í evrópskum fjölmiðlum en ég ætla að lýsa hlutunum eins og þeir eru,“ sagði Pind við komuna til Brussel og fullyrti að aðgerðir Dana samrýmdust Schengen-reglum. Allir myndu sjá það þegar þeir hefðu áttað sig á eðli þeirra.
Hann lagði áherslu á að fulltrúar danskra stjórnvalda yrðu sem tollverðir við landamærin en ekki sem lögregla til landamæragæslu. Hlutverk þeirra yrði að skoða farartæki til að kanna hvort ferðir þeirra tengdust lögbrotum. „Þetta á ekkert skylt við vegabréfaeftirlit,“ sagði ráðherrann.
Hann sagði að ráðherrar yrðu að ræða „skuggahliðar“ þess að landamærin væru opin, þær birtust meðal annars í smygli á fíkniefnum.
Danska ríkisstjórnin tilkynnti miðvikudaginn 11. maí að nýtt eftirlit yrði tekið upp á landamærum Danmerkur innan tveggja til þriggja vikna. Hans-Peter Friedrich, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að ríkisstjórn sín „undraðist nokkuð“ að Danir hefðu gripið til þessara aðgerða og hann mundi hlusta á skýringar Pinds.
„Til þessa hef ég ekki fengið neina formlega skýringu á því hvers vegna gripið er til þessa eftirlits eða upplýsingar um hve víðtækt það verður,“ sagði Friedrich.
Ráðherrarnir koma saman í Brussel 12. maí til að ræða vanda í Schengen-samstarfinu vegna mikils flótta fólks frá Túnis til Ítalíu og þaðan til Frakklands í óþökk franskra stjórnvalda. Þau vilja heimild til að loka landamærum við sérstakar aðstæður af þessu tagi. Framkvæmdastjórn ESB hefur tekið undir sjónarmið Frakka og verða tillögur hennar um aðlögun Schengen-reglna eða breytingar á þeim til umræðu á ráðherrafundinum.
„Við viljum ekki að landamærin komi til sögunnar að nýju,“ sagði Pind ráðherra. „Við styðjum frelsi í Evrópu heilshugar en öflug tollgæsla á landamærum stangast ekki á við Schengen. Hún er í raun lífsnauðsynleg til að berjast gegn því að glæpir berist yfir landamæri.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.