Utanríkisráðherrar norðurskautsríkjanna átta hittust á fundi í Nuuk, höfuðborg Grænlands, 12. maí. Þetta var sjöundi ráðherrafundurinn á vegum Norðurskautsráðsins og hinn fyrsti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna sat. Taldi Hillary Clinton að koma sín til Nuuk sannaði mikinn og vaxandi áhuga ríkisstjórnar Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, á málefnum norðurslóða.
Ráðherrarnir rituðu undir samkomulag um samstarf um leit og björgun á norðurslóðum. Þar er um fyrsta lagalega bindandi samkomulagið að ræða sem gert er á vegum Norðurskautsráðsins. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði samkomulagið marka tímamót í ráðsins. Það styrkti samvinnu ríkjanna um viðbragð við óhöppum og væri mikilvægt fyrir Ísland vegna aukinnar skipaumferðar á norðurslóðum.
Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur, stýrði fundinum í nafni Dana og Grænlendinga. Hún átti þess kost að sigla með Hillary Clinton á firðinum utan við Nuuk og efndu þær til sameiginlegs blaðamannafundar að ferðinni lokinni. Þar lýstu þær meðal annars nauðsyn þess að herða aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn til að knýja á um mannúðlegri framgöngu hennar gegn borgurum lands síns. Bandaríski utanríkisráðherrann fagnaði hve skjót og vel Danir hefðu látið að sér kveða gegn Gaddafi, einræðisherra Líbíu.
Espersen hefur hátt undir högg að sækja heima fyrir meðal annars vegna þess að snemma árs 2010 lét hún undir höfuð leggjast að sækja fund fimm strandríkja við Norður-Íshaf í boði utanríkisráðherra Kanada. Þá gagnrýndu danskir fjölmiðlar hana fyrir að sleppa gullnu tækifæri til að hitta Hillary Clinton og kjósa þess í stað að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Fór mjög vel á með utanríkisráðherrunum í Nuuk og á blaðamannafundinum var Hillary Clinton meðal annars spurð að því hvaða ráð hún vildi gefa Espersen.
Bandaríski utanríkisráðherrann svaraði að hún væri mikill aðdáandi Lenu sem væri einstaklega góður fulltrúi Danmerkur.
„Ég get sagt að sem ung kona, sem ég er ekki, hefur hún móðurskyldur gagnvart tveimur börnum. Hún er mjög ábyrgðarfull manneskja eins og margar aðrar konur í Danmörku. Hún finnur skynsamlegt jafnvægi milli fjölskyldu og starfs síns. Ég tel mig því ekki þurfa að gefa henni góð ráð. Hún stendur sig mjög vel,“ sagði Hillary Clinton.
Svíar tóku við formennsku í Norðurskautsráðinu af Dönum í Nuuk og hafa boðað til næsta utanríkisráðherrafundar árið 2013. Þá er einnig stefnt að því að skrifstofa ráðsins, sem starfað hefur ár frá ári í Tromsö í Noregi, taki til starfa á föstum grunni og verði áfram í Tromsö. Fyrir ráðherrafundinn í Nuuk hafði Össur Skarphéðinsson látið í ljós ósk um að framtíðaraðsetur skrifstofu Norðurskautsráðsins yrði í Reykjavík. Hlutu þau tilmæli ekki stuðning ráðherranna.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, segir frá því á vefsíðu sinni að áhugi alþjóðlegra fjölmiðla þar á meðal sjónvarpsstöðva á fundinum í Nuuk hafi verið mjög mikill. BBC hafi til dæmis tekið upp umræðuþátt á staðnum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.