Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Össur viðurkennir að ESB krefjist aðlögunar í skýrslu til alþingis


16. maí 2011 klukkan 21:10

Í skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkismál sem rædd var á alþingi 15. maí er vikið að kröfu Evrópusambandsins um aðlögun eða með orðum skýrslunnar að ESB geti sett „ákveðin viðmið fyrir opnun og lokun kafla“ í aðildarviðræðunum.

Í skýrslunni segir orðrétt: „Þannig getur ESB óskað eftir því að Ísland komi til móts við tiltekin viðmið áður en unnt verði að opna eða loka tilteknum köflum. ... Rétt er að hafa í huga að miðað við þau viðmið sem ESB hefur óskað eftir að Króatía uppfylli, má ætla að íslenskum stjórnvöldum verði t.d. gert að skýra nánar hvernig Ísland hyggist haga ákveðnum þáttum í undirbúningi mögulegrar aðildar, svo landið verði reiðubúið til að uppfylla skuldbindingar sínar frá fyrsta degi aðildar.“

Í skýrslunni er vikið að samþykkt ESB frá 2006 um nýja sameiginlega afstöðu um stækkunarferlið, þar sem aðildarviðræðum voru settar sérstakar meginlínur sem m. a. var ætlað að tryggja að ný aðildarríki væru í stakk búin til að framfylgja þeim skyldum sem þau hefðu tekið á sig með ESB-aðild. Í samþykktinni er lögð sérstök áhersla á að snemma í aðildarviðræðum sé tekist á við erfið atriði eins og endurbætur á stjórnsýslu og dómskerfi og baráttu gegn spillingu. Vill ESB að hraði í viðræðum ráðist af árangri í umbótum af þessu tagi. ESB geti því sett sem skilyrði að viðræðum um ákveðna kafla ljúki ekki „fyrr en umsóknarríkið hefur komið til ákveðin viðmið sem sett eru,“ segir í skýrslu utanríkisráðherra.

Í framhaldi af því sem skýrsluhöfundar lýsa þessum kröfum ESB segja þeir að íslensk stjórnvöld miði „ekki við annað í sínum undirbúningi en að ráðist berði í þær breytingar sem gera þarf vegna aðildar, að fenginni niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB“. Þetta sjónarmið hafi verið kynnt ESB. Þá segir:

„Verði það mat stjórnvalda að það þjóni hagsmunum Íslands að ráðast í afmarkaðan undirbúning fyrr vegna þess hve flókinn og tímafrekur hann er þá yrði það háð sérstakri ákvörðun sem tekin yrði í samráði við Alþingi. Er undirbúningur hafinn að nauðsynlegri greiningu í þessu sambandi.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS