Samstarf um norðurslóðarannsóknir, samningur um varnir gegn olíuslysum, alþjóðleg miðstöð á sviði leitar og björgunar með aðsetur á Íslandi, aukið samstarf um hryðjuverkavarnir, öll þessi atriði voru rædd á fundi Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á fundi þeirra í Washington miðvikudaginn 18. maí samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins.
Utanríkisráðherra flaug til Washington 17. maí þegar Icelandair hóf að nýju beint flug til vallar í nágrenni Washington. Í ferðinni gafst honum tækifæri til að hitta Hillary Clinton á fundi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta er fyrsti fundur Össurar með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington. Í síðustu viku hittust þau í Nuuk, höfuðborg Grænlands, á utanríkisráðherrafundi Norðurskautsráðsins 12. maí.
Þá sótti utanríkisráðherra Bandaríkjanna slíkan ráðherrafund í fyrsta sinn. Heimildarmenn Evrópuvaktarinnar í bandarísku utanríkisþjónustunni segja að með för sinni til Nuuk hafi Hillary Clinton beint utanríkisstefnu Bandaríkjanna til norðlægrar áttar og meiri áhersla en áður verði nú lögð á norðurslóðamálefni í bandaríska stjórnkerfinu.
Fundur þeirra Össurar og Hillary Clinton staðfestir að um stefnubreytingu sé að ræða ef marka má tilkynningu utanríkisráðuneytisins og áherslurnar á samstarf Íslands og Bandaríkjanna sem þar eru kynntar.
Hugmyndinni um að á Íslandi rísi alþjóðleg miðstöð leitar og björgunar á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi hefur verið hreyft nokkrum sinnum undanfarin ár meðal annars í rökstuðningi fyrir því að efla Landhelgisgæslu Íslands með nýju varðskipi, eftirlitsflugvél og fleiri björgunarþyrlum.
Í samkomulaginu við Bandaríkjamenn við brottför varnarliðsins sem ritað var undir 11. október 2006 í Washington er veitt pólitískt umboð til samstarfs ríkjanna til samstarfs að borgaralegum öryggismálum eins og gegn hryðjuverkum og við leit og björgun. Á fundi sínum í Washington áréttuðu Hillary Clinton og Össur Skarphéðinsson mikilvægi þessa samstarfs og lögðu á ráðin um næstu skref á þessu sviði og öðrum
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.