Föstudagurinn 15. janúar 2021

Seðlabanka­stjóri Ísraels í framboði til AGS?


27. maí 2011 klukkan 09:34

Wall Street Journal segir að nýr frambjóðandi sé að koma fram á sjónarsviðið í keppninni, sem hafin er um stöðu forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Það er Stanley Fischer, bankastjóri Seðlabanka Ísraels. Hann er fyrrum einn æðsti stjórnandi AGS og blaðið segir hann meta stöðuna svo, að það gæti komið upp sjálfhelda í kosningabaráttunni, sem mundi opna honum leið.

Christine Lagarde hefur nú 35% atkvæða í stjórn sjóðsins á bak við sig, þ.e. öll atkvæði Evrópuríkja. Bandaríkin ráða yfir 17% atkvæða og gætu tryggt Lagarde kosningu en til þess þarf einfaldan meirihluta atkvæða. Bandaríkjamenn hafa hins vegar ekki lýst yfir stuðningi við Lagarde enn sem komið er. Hún er að leggjast í ferðalög um heiminn til þess að afla sér stuðnings eins og fram hefur komið á Evrópuvaktinni.

Bankastjóri Seðlabanka Mexikó hefur gefið til kynna að hann hyggist bjóða sig fram og sömuleiðis fyrrverandi fjármálaráðherra Suður Afríku. AGS hyggst kynna þrjá frambjóðendur ekki síðar en 10. júní n.k.

Stanley Fischer á sér fjölbreyttan feril, sem skýrir hvers vegna bankastjóri Seðlabanka Ísraels gæti yfirleitt komið til greina því að ætla mætti að Arabaríkin snerust hart gegn honum. Hann er fæddur í Zambíu og á árinu 2000 sóttist hann eftir starfinu, sem frambjóðandi Afríkuríkja og Miðausturlanda. Þá hafði hann bandarískan ríkisborgararétt. Hann hefur náin tengsl við Palestínumenn þar á meðal forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu Salam Fayyad, en hann vann hjá AGS á sama tíma og Fischer, sem studdi frama Fayyad innan sjóðsins. Hann hefur jafnframt náin tengsl við ráðamenn í Washington, ekki sízt Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna en þeir störfuðu mikið saman á síðasta áratug síðustu aldar, þegar Geithner starfaði í bandaríska fjármálaráðuneytinu og Fischer hjá AGS. Hins vegar er hann ekki vel liðinn hjá Asíuríkjum, sem mislíkaði framganga hans í fjármálakreppunni í Asíu fyrir tæpum tveimur áratugum en hann vann þar þá á vegum AGS.

Wall Street Journal segir að Fischer, sem hefur verið bankastjóri Seðlabanka Ísraels frá 2005 og er nú ísraelskur ríkisborgari njóti virðingar þar í landi og sé talinn lykilmaður í að halda ísraelska efnahagskerfinu gangandi þrátt fyrir margvísleg vandamál.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS