Landbúnaðarháskóli Íslands hefur fengið styrki úr TAIEX-sjóði Evrópusambandsins til að efna til kynningarfunda um sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB. Í boðsbréfi frá landbúnaðarháskólanum segir: „Kynningin er einkum ætluð þeim sem með einhverjum hætti munu koma að undirbúningi og aðlögun landbúnaðarmála á Íslandi fyrir inngöngu í Evrópusambandið.“
Samkvæmt heimildum Evrópuvaktarinnar hefur orðalagið í boðsbréfinu um „aðlögun landbúnaðarmála á Íslandi fyrir inngöngu í Evrópusambandið“ vakið undrun margra viðtakenda. Þeir vitna til þeirra orða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að undir hans forystu verði engin aðlögun að Evrópusambandinu fyrr en þjóðin hafi samþykkt aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, benti á við setningu búnaðarþings í mars sl. að allt benti til þess að fulltrúar Íslands í rýnivinnu með ESB hefðu í lok janúar samþykkt 11. kafla viðræðuáætlunarinnar sem snýst um landbúnaðarmál. Þá var sagt frá því hér á Evrópuvaktinni fyrir skömmu að í drögum að skýrslu fulltrúa ESB um 11. kaflann að lokinni rýnivinnunni kæmi fram að Íslendingar hefðu samþykkt að leggja ESB-löggjöf til grundvallar ví frekari viðræðum við landbúnaðarmál og þar með aðlögun fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Úr TAIEX-sjóðnum verður greitt fyrir komu fimm sérfræðinga frá Skotlandi, Finnlandi, Portúgal og Slóveníu auk starfsmanns frá Evrópusambandinu. Fyrri daginn, 22. júní, verður haldin ráðstefna í Reykjavík þar sem sérfræðingarnir fimm munu kynna ýmsa þætti landbúnaðarstefnunnar, bæði í nútíð og framtíð, og fyrirkomulag stjórnsýslunnar vegna stuðningsgreiðslna hver hjá sér. Seinni daginn, 23. júní, verður vinnufundur við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri þar sem farið verður nánar í einstök málefni.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.