Samkvæmt heimildum Evrópuvaktarinnar standa mál í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins nú þannig að utanríkisráðuneyti Íslands vinnur samkvæmt fyrirmælum framkvæmdastjórnar ESB um hvernig haga skuli viðræðunum. Þau fyrirmæli séu ekki „til heimabrúks“ á Íslandi vegna ágreinings innan ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðuneytið sé með öðrum orðum í þeirri klemmu að önnur ráðuneyti séu ekki samstiga því og eigi það ekki síst við um sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Í því ljósi beri að skoða frétt Stöðvar 2 fimmtudaginn 2. júní um að deilur í ríkisstjórn tefji fyrir aðildarviðræðum Íslands og ESB.
Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi 2. júní við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um stöðuna í ESB-aðildarviðræðunum. Í endursögn fréttarinnar á visir.is segir:
„Undirbúningur á samningsmarkmiðum íslenska ríkisins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum gagnvart Evrópusambandinu er stopp, samkvæmt heimildum fréttastofu, en hinar formlegu aðildarviðræður, eftir störf rýnihópa, eiga að hefjast síðar í þessum mánuði. Ástæðan er að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvikar ekki frá kröfu bændasamtakanna um fulla tollvernd íslenskra matvæla.“
Á búnaðarþingi í byrjun mars sl. samþykktu bændur nokkur viðmið sem þeir telja óhjákvæmilegt að íslensk stjórnvöld virði í viðræðunum við ESB. Í setningarræðu þingsins taldi Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, að þá þegar hefðu fulltrúar Íslands í viðræðum við ESB gefið of mikið eftir. Þá hefur Evrópuvaktin sagt frá skýrslu embættismanna ESB um rýnivinnuna með Íslendingum þar sem fram kemur að af hálfu Íslands hafi verið fallist á skilyrði ESB í landbúnaðarmálum. Þessu hafa bændasamtökin mótmælt.
Í viðtalinu á Stöð 2 spurði fréttamaðurinn Össur hvort ekki væri erfitt að vera í aðildarviðræðum við sambandið þegar menn hefðu svona sterkar skoðanir og vildu halda til streitu sjónarmiðum sem gengu gegn grundvallar „prinsippum“ Evrópusambandsins. Össur svaraði:
„Það er bara eitt sjónarmið sem skiptir máli í þessu. Það er sjónarmið þingsins. Alþingi vissi af þessu og ræddi leiðir til að bæta stöðu bænda. Ég er að vinna að því og það er ekkert erfitt þegar maður hefur svona skýran leiðarvísi. En allir ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að þeir taka ekki ákvarðanir sem eru öðruvísi en þingsins. Ég ber hina stjórnskipulegu ábyrgð. Ef það kemur upp ágreiningur þá get ég tekið úrslitaákvörðunina. Það sem ég þarf hins vegar að gæta að er að fara ekki of langt gegn vilja þingsins í einstökum málum þannig að ég missi trúnað þess. Í þessu tilviki er því ekki til að dreifa vegna þess að álit þingsins í þessu tiltekna máli liggur alveg skýrt fyrir.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.