„Hvað er hægt að segja um Grikki? Þetta er góð spurning sem ég velti oft fyrir mér, því að ég fæ mörg skeyti frá Grikkjum. Þeirra á meðal morðhótanir,“ sagði Jean-Claude Juncker, formaður ráðherraráðs evru-svæðisins og forsætisráðherra Lúxemborgar, á nefndarfundi í ESB-þinginu í Strassborg mánudaginn 6. júní.
Franska blaðið Le Monde segir frá þessum ummælum og lætur þess getið að kröfur af hálfu ESB um harðar efnahagsaðgerðir í Gikklandi mælist mjög illa fyrir meðal Grikkja. Stjórnvöld hafi ekki burði til að endurfjármagna efnahagskerfið á almennum fjármálamörkuðum vegna ofurskulda. Ríkið hafi í fyrra fengið 110 milljarða evru neyðarlán til þriggja ára gegn ströngum skilyrðum. Nú sé það á ný í miklum fjárhagsvandræðum og rætt sé um nýtt neyðarlán með enn strangari skilyrðum og niðurskurði á ríkisútgjöldum.
Le Monde segir að sunnudaginn 5. júní hafi gífurlega fjölmenn friðsamleg mótmæli verið í miðborg Aþenu gegn efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og ESB. Þar hafi meðal annars verið lýst andstöðu við einkavæðingaráform sem kynnt hafa verið að kröfu ESB.
„Því meira sem selt er af ríkiseignum því minni byrðar þarf að leggja á grískan almenning,“ sagði Juncker í Strassborg. Hann hvatti til þess að hinar tvær stóru, stríðandi stjórnmálafylkingar í Grikklandi tækju höndum saman í því skyni að menn utan landsins gætu áttað sig að því að Grikkir stæðu þó saman um hvert þeir ætluðu. Samstaða meðal Grikkja sjálfra skipti mestu þegar litið væri til þess hvort þeir næðu landi í samvinnu við aðra.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.