Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Deilur um ESB á þingi Sviss: Liggur fyrir aðildarumsókn eða ekki?


16. júní 2011 klukkan 12:53

„Það er ekki til nein umsókn frá Sviss um aðild að ESB,“ sagði Micheline Calmy-Rey, utanríkisráðherra Sviss, í Ständerat, ráði fulltrúa svissnesku kantónanna í svissneska þinginu, í 6. júní. Skýringin sé sú að ESB hafi ekki verið komið til sögunnar þegar svissneska umsóknin hafi verið kynnt. Á þeim tíma hafi hið svissneska Bundesrat, það er svissneska ríkisstjórnin, beint umsókn til forvera ESB, Evrópubandalagsins.

Micheline Calmy-Rey

Svissneska blaðið Tages Anzeiger (TA) segir að með þessu hafi Calmy-Rey skapað uppnám að minnsta kosti innan SVP-þingflokksins (SVP er Schweizerische Volkspartei, Svissneski þjóðarflokkurinn, hægri flokkur) sem vill draga umsóknina til baka. „Ef ekki er formlega um að ræða neina aðildarumsókn af hálfu Sviss eru þá allir aðrir samningar Sviss og ESB marklausir?“ spurði Hans Fehr, þingmaður frá Zürich, ríkisstjórnina á þingfundi 14. júní.

Að sögn TA urðu umræður um stöðu Sviss gagnvart ESB mjög heitar í Ständerat eftir að tillaga um að kalla ESB-umsóknina til baka kom þar fram. „Viljið þið að ég hlaupi til Brussel og nái í umsókn sem ekki er til?“ spurði Calmy-Rey. Þessi orð utanríkisráðherrans, sem jafnframt er forseti Sviss þetta árið, sættu mikilli gagnrýni. Ef engin umsókn lægi fyrir vegna breytinga á skipulagi ESB eftir að hún var lögð fram í Brussel mætti álykta á þann veg að allir samningar Sviss við embættismenn í Brussel fyrir breytinguna á ESB væru marklausir.

Tillaga SVP um að draga aðildarumsókn Sviss frá 1992 var felld hinn 6. júní í Ständerat með 33 atkvæðum gegn átta.

FA spyr hvort fyrir liggi aðildarumsókn frá Sviss eða ekki. Blaðið segir að líta megi á málið frá lögfræðilegum og pólitískum sjónarhóli.

Lögfræðilega hafi bréf Sviss frá ársbyrjun 1992 enga þýðingu. Adolf Ogi, þáverandi ráðherra í Sviss, hafi afhent tilmælin um aðildarviðræður til þriggja evrópskra stofnana: Evrópusambandsins, Kola- og stálsambandsins og Euratom. Seinna hafi svissneska ríkisstjórnin slegið málinu á frest en bréfinu hafi aldrei verið svarað. Formlega sé litið á það sem fyrnt.

Svissneska ríkisstjórnin telur að frá pólitískum sjónarhóli hafi verið óskynsamlegt að samþykkja tillögu um að draga umsókn til baka sem sé í raun orðin að engu. Slík ákvörðun hefði aðeins veikt stöðu Sviss í viðræðum um úrlausnarefni líðandi stundar við ESB. Þingmenn SVP segja á hinn bóginn að með því að afturkalla umsóknina hefði verið komið fram við ESB af heiðarleika auk þess megi líta á tilvist umsóknarinnar sem bakdyr til inngöngu í ESB. Um þetta sjónarmið segir Calmy-Rey: „Vilji Svisslendingar ganga í ESB verða þeir að senda inn nýja umsókn og stíla hana til ESB.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS