Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Damanaki leitar eftir stuðningi við nýja sjávar­útvegs­stefnu ESB


16. júní 2011 klukkan 17:18

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, leitar nú eftir stuðningi við tillögur sínar að breytingum á sjávarútvegsstefnu ESB en miðað er við að hún kynni þær hinn 13. júlí næstkomandi. Að því er stefnt að ný sjávarútvegsstefna ESB komi til framkvæmda á árinu 2013.

Maria Damanaki

Í fyrstu viku júní kynnti Damanaki hugmyndir sínar um nýja stefnu á GLOBE World Oceana Day Forum í London. Við það tækifæri sagði Chris Davis ESB-þingmaður að enginn skyldi lifa í þeirri blekkingu að tillögur Damanaki „rynnu í gegn“ og að allir í Brussel styddu hugmyndir um sjálfbæra nýtingu fiskistofna.

Davis taldi að þriðjungur ESB-þingmanna mundi styðja allt sem framkvæmdastjórn ESB vildi, álika margir skildu ekki hvað felst í tillögunum og loks hefði þriðjungur ESB-þingmanna alls engan áhuga á sjávarútvegsmálm. Þess vegna væri ekki unnt að slá neinu föstu um hvað kynni að gerast.

Í frétt af þessum fundi í London á vefsíðunni SeafoodSource segir að Damanaki sé ekki óvön því að lúta í lægra haldi. Á árinu 2010 hafi hún hvorki náð fram fram áformum um að minnka túnviskveiðar né um niðurrskurð veiða á Eystrasalti.

Ég hef lært af mistökum mínum og ég er með varatillögur,„ sagði hún í London. “Ég hef sett mér rauð strik sem sýna hvar ég þarf að gefast aðeins eftir, en sé farið yfir rauðu strikinn dreg ég tillögur mínar til baka.„

Á vefsíðunni er spurt hvað gerist ef tillögur Damanaki verði ekki samþykktar. Damanaki sagði ekki erfitt að sjá það fyrir. Efnahagvandi útgerðarinnar mundi enn aukast.Störfum fækkaði ekki aðeins í sjávarútvegi heldur einnig í fiskvinnslu, flutningum, höfnum og hjá uppboðshöldurum og smásölum.

„Við getum ekki hreykt okkur af núverandi sjávarútvegsstefnu okkar. Bandaríkjamenn, Ástralar, Ný-Sjálendingar og Normennr standa okkur þegar framar við að innleiða nútímalega. sjálfbæra stefnu sem ber góðan árangur bæði fyrir fiskiðnaðinn og fiskinn í sjónum. Hvað sem því líður er Evrópa enn stórveldi í sjávarútvegi, við flytjum einnig inn 42% af öllum fiski á alþjóðamarki. Við höfum einfaldlega ekki efni á að dragast svo mjög aftur úr að því er sjálfbærni varðar,“ sagði Damanaki.

Samhliða því sem ESB ætlar að draga úr brottkasti með því að taka upp framseljanlega kvóta hafa breytingartillögur á sjávarútvegsstefnunni einnig í för með sér að stefnt er að mestum sjálfbærum afrakstri á hafsvæðum ESB árið 2015. Þetta var ákveðið á heimsráðstefnu um sjálfbærra þróun í Jóhannesarborg í Suður-Afríku árið 2002 en er nú orðið „að lögbundinni skuldbindingu“ sagði Damanaki.

„Tillögurnar sem ég kynni í sumar verða enn eitt skrefið í sameiginlegri baráttu okkar, Það verða að lokum þing einstakra aðildarríkja, ESB-þingið og sjávarútvegsráðherrar í Evrópu sem þurfa að sanna að þeim standi ekki heldur á sama og þeir geti sýnt það í verki með framsýni sinni. Aðstoðið okkur við að koma þessu í gegn. Með ykkar aðstoð getum við lagað sjávarútvegsstefnuna að kröfum líðandi stundar í umhverfismálum og efnahagsmálum,“ sagði sjávarútvegsstjórinn.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS