Framkvæmdastjórn ESB ávítaði stjórnmálamenn Grikklands fimmtudaginn 16. júní vegna þess að stjórn og stjórnarandstöðu hefði mistekist að mynda þjóðstjórn í viðræðum daginn áður.
„Mikil ábyrgð hvílir á herðum grískra stjórnvalda og allra forystumanna í grískum stjórnmálum,“ sagði Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, í yfirlýsingu. „Við væntum þess að gríska þingið styðji áætlun um efnahagsmál fyrir lok júní eins og um hefur verið samið.“
Þríeyki ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Seðlabanka Evrópi (SE) hefur þrýst á ríkisstjórnina, sem nýtur lítils meirihluta, að vinna að samstarfi við íhaldsmenn, sem eru í stjórnarandstöðu, til að Grikkir fái 12 milljarða evru greiðslu frá þessum stofnunum í júlí.
„Ástæða er til að harma að tilraunir til að mynda þjóðstjórn mistókust í gær,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Rehns auk þess sem hann áréttar að allir flokkar verði að styðja samkomulag um neyðarlán. Þá segir:
„Staðreynd er að það er á ábyrgð allra flokka að standa að aðgerðum sem koma í veg fyrir greiðsluþrot sem yrði hörmulegt fyrir Grikkland.
Næstu dagar skipta sköpum um það hvort unnt er að koma á fjármálalegum stöðugleika og efnahagsumbótum í Grikklandi og Evrópu. Ég treysti því að allir leiðtogar í Grikklandi og Evrópu átti sig á ábyrgð sinni og hagi sér í samræmi við hana.“
Miðvikudaginn 15. júní slitnaði upp úr viðræðum George Papandreous forsætisráðherra og Antonis Samaras, leiðtoga grísku stjórnarandstöðunnar. Papandreou bauðst til að segja af sér embætti og sagðist nú reyna í fjórða sinn að mynda samsteypustjórn. Papandreou hafnaði hins vegar kröfu Samaras um að samkomulaginu við þríeykið yrði breytt.
Ávítur Rehns því þegar mikil stjórnmálaóvissa ríkir í Aþenu. Tveir áhrifamiklir þingmenn í flokki Papandreous sögðu sig úr þingflokki hans þegar hann tilkynnti uppstokkun á stjórn sinni. Veikir það enn getu hans til að framkvæma nauðsynlegar efnahagsumbætur, sölu ríkiseigna og niðurskurð.
Yiorgos Floridis, sem rætt hafði verið um sem næsta fjármálaráðherra í stað George Papaconstanious, var annar þeirra sem sagði sig úr þingflokknum. Fimm þingsæta meirihluti ríkisstjórnarinnar breytist þó ekki við afsögnina því að þingmennirnir tveir hurfu af þingi og varamenn koma í þeirra stað.
Talið er að Papandreou muni kalla á reynda embættismenn til setu í ríkisstjórn sinni til að draga úr flokkssvipnum á henni. Fái hann traustsyfirlýsingu þingsins sunnudaginn 19. júní og komi efnahagstillögum sínum í gegn er talið líklegt að hann rjúfi þing og gengið verði til kosninga.
Heimild: EUobserver
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.