Kumi Naidoo, alþjóðlegur forystumaður grænfriðunga – Greenpeace – , var handtekinn þegar hann fór fyrir skömmu um borð í olíuborpallinn Leif Eiríksson í eigu Cairn Energy undan vesturströnd Grænlands.
Hollenskur dómstóll setti í síðustu viku lögbann á grænfriðunga. Samkvæmt því er þeim bannað að nálgast olíuborpallinn. Cairn Energy fór fram á lögbannið eftir nokkrar árásir grænfriðunga á pallinn.
Samkvæmt ákvörðun dómstólsins ber grænfriðungum að greiða 50.000 evrur (8,3 m. ISK) á dag í sekt og allt að 1 milljón evra í heild virði þeir ekki lögbannið.
Cairn-fyrirtækið sem hefur aðsetur í Edinborg í Skotlandi segir að grænfriðungar hafi farið um borð í Leif Eiríksson en grænlenska lögreglan hafi fjarlægt þá. Þeim hafi ekki tekist að tefja vinnu um borð í pallinum.
Grænfriðungar segja að Naidoo hafi siglt að Leifi Eiríkssyni í gúmmí-hraðbát frá skipi grænfriðunga, Esperanza. Hafi tekist að komast að pallinum þrátt fyrir varnaraðgerðir danska flotans. Naidoo var handtekinn eftir að hafa klifrað 30 m upp stiga á einum stólpa pallsins.
Hann var með undirskriftir 50.000 stuðningsmanna grænfriðunga sem hafa krafist þess að Cairn skýri frá því hvernig félagið ætli að takast á við olíuslys svipað því sem varð hjá BP í Mexíkóflóa fyrir ári. Grænfriðungar segja að Cairn hafi neitað mörgum tilmælum þeirra um að svara þessari spurningu. Af hálfu Cairn er bent á að félagið fylgi afar ströngum öryggiskröfum af hálfu grænlenskra yfirvalda.
Eftir að Naidoo var handtekinn sagði Ben Stewart, félagi í samtökum grænfriðunga um borð í Esperanza, að þeir mundu sigla skipi sínu á brott en baráttu þeirra gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum væri „fjarri því lokið“.
„Við förum nú af svæðinu og munum berjast gegn áhættusömum olíuborunum á heimskautasvæðunum annars staðar, þar munum við halda okkur það sem eftir er ársins,“ sagði Stewart.
Dótturfyrirtæki Cairns, Capicorn, hefur fengið úthlutað 11 svæðum undan strönd Grænlands. Ætlunin er að bora á allt fjórum þeirra sumarið 2011.
Heimild: BBC
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.