Sunnudagurinn 7. mars 2021

Forystumaður grænfriðunga tekinn fastur á borpalli við Grænland


18. júní 2011 klukkan 11:13

Kumi Naidoo, alþjóðlegur forystumaður grænfriðunga – Greenpeace – , var handtekinn þegar hann fór fyrir skömmu um borð í olíuborpallinn Leif Eiríksson í eigu Cairn Energy undan vesturströnd Grænlands.

Kumi Naidoo

Hollenskur dómstóll setti í síðustu viku lögbann á grænfriðunga. Samkvæmt því er þeim bannað að nálgast olíuborpallinn. Cairn Energy fór fram á lögbannið eftir nokkrar árásir grænfriðunga á pallinn.

Samkvæmt ákvörðun dómstólsins ber grænfriðungum að greiða 50.000 evrur (8,3 m. ISK) á dag í sekt og allt að 1 milljón evra í heild virði þeir ekki lögbannið.

Cairn-fyrirtækið sem hefur aðsetur í Edinborg í Skotlandi segir að grænfriðungar hafi farið um borð í Leif Eiríksson en grænlenska lögreglan hafi fjarlægt þá. Þeim hafi ekki tekist að tefja vinnu um borð í pallinum.

Grænfriðungar segja að Naidoo hafi siglt að Leifi Eiríkssyni í gúmmí-hraðbát frá skipi grænfriðunga, Esperanza. Hafi tekist að komast að pallinum þrátt fyrir varnaraðgerðir danska flotans. Naidoo var handtekinn eftir að hafa klifrað 30 m upp stiga á einum stólpa pallsins.

Hann var með undirskriftir 50.000 stuðningsmanna grænfriðunga sem hafa krafist þess að Cairn skýri frá því hvernig félagið ætli að takast á við olíuslys svipað því sem varð hjá BP í Mexíkóflóa fyrir ári. Grænfriðungar segja að Cairn hafi neitað mörgum tilmælum þeirra um að svara þessari spurningu. Af hálfu Cairn er bent á að félagið fylgi afar ströngum öryggiskröfum af hálfu grænlenskra yfirvalda.

Eftir að Naidoo var handtekinn sagði Ben Stewart, félagi í samtökum grænfriðunga um borð í Esperanza, að þeir mundu sigla skipi sínu á brott en baráttu þeirra gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum væri „fjarri því lokið“.

„Við förum nú af svæðinu og munum berjast gegn áhættusömum olíuborunum á heimskautasvæðunum annars staðar, þar munum við halda okkur það sem eftir er ársins,“ sagði Stewart.

Dótturfyrirtæki Cairns, Capicorn, hefur fengið úthlutað 11 svæðum undan strönd Grænlands. Ætlunin er að bora á allt fjórum þeirra sumarið 2011.

Heimild: BBC

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS