Boris Johnson, einn af forystumönnum breska Íhaldsflokksins og borgarstjóri í London, hvetur flokksbróður sinni George Osborne, fjármálaráðherra Breta, til þess í grein í The Daily Telegraph 20. júní að hætta stuðningi við Grikki og evruna með því að nota „góða peninga“ til að „vondum“ á floti en Bretar eru utan evru-svæðisins. Johnson vill að myntsamstarfið um evruna verði rofið í stað þess að skuldugustu ríkjum þess sé fleytt áfram með stuðningi annarra.
Osborne býr sig nú undir þátttöku í fundi fjármálaráðherra ESB-ríkjanna um nýtt neyðarlán til Grikkja sem talið er þurfi að nema um 100 milljörðum evra. Á neyðarfundi fjármálaráðherra evru-ríkjanna í Lúxemborg sunnudaginn 19. júní var ekki samstaða um að greiða Grikkjum 12 milljarði evra lokafjárhæð 110 milljarða neyðarláns frá árinu 2010. Vilja ráðherrarnir bíða átekta með ákvörðun sína þar til fyrir liggur hvort gríska ríkisstjórnin getur staðið við skuldbindingar sínar um frekari niðurskurð ríkisútgjalda og sölu ríkiseigna.
Breska ríkisstjórnin hefur heitið því að axla ekki frekari skuldbindingar vegna Grikkja og evrunna en The Daily Telegraph bendir á að hún kunni ekki að eiga annarra kosta völ en að taka þátt í slíkum aðgerðum vegna ESB-reglna.
Blaðið segir að Boris Johnson bætist við stækkandi hóp hagfræðinga sem segi að láta eigi Grikki sigla sinn sjó, verða gjaldþrota og afskrifa stóran hluta skulda þeirra. Þetta mundi líklega leiða til brotthvarfs þeirra af evru-svæðinu eða veikja mjög trúna á hina sameiginlegu mynt.
Í grein sinni segir borgarstjórinn í London: „Í mörg ár hafa evrópskar ríkisstjórnir sagt að það sé brjálæði og óhugsandi fyrir ríki að segja sig frá evrunni. Þessi kostur er þó nú allt að því óhjákvæmilegur, því fyrr sem hann er valinn þeim mun betra.“ Hann telur að Grikkjum mundi vegna betur með nýrri drökmu, þeim gjaldmiðli sem þeir köstuðu með upptöku evrunnar. Hann segir einnig:
„Evran hefur magnað fjármálakreppuna með því að hvetja sum ríki til að haga sér af sama ábyrgðarleysi og bankarnir hafa sjálfir gert.
Við erum taldir flæktir inn í þetta neyðaraðstoðarkerfi til að vernda bankana, einnig okkar eigin. Ljóst er að traust skapast ekki í Evrópu allri á meðan menn óttast gjaldþrot og óvissa ríkir.“
Douglas McWilliams, forstöðumaður Centre of Economics and Business Research í Bretlandi, segir við The Daily Telegraph að björgunartilraunir evru-ráðherra og annarra í þágu Grikkja séu gagnslausar. „Fyrr eða síðar munu gríska þjóðin og alþjóðlegir lánardrottnar hennar þreytast á því að berjast vonlausri baráttu, þá mun myntsamstarfið rofna með úrsögn Grikkja auk þess sem önnur ríki eru líkleg til að sigla í kjölfarið.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.