Baldur Þórhallsson, Jean Monnet-prófessor við Háskóla Íslands, sat nokkra daga á alþingi skömmu fyrir þinglok sem varamaður Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Baldur lagði meðal annars fyrirspurn fyrir samflokksmann sinn, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, um það hvað liði „samþykkt IPA-landsáætlunar fyrir 2011 vegna undirbúnings hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu.“
Í svari Össurar kemur fram að undirbúningur verkefna sem til greina kæmi að styrkt yrðu á fyrstu landsáætlun IPA 2011 hafi staðið yfir um hríð. Honum lauk formlega 3. júní sl. þegar stjórnvöld sendu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu sína. Að samanlögðu námu óskir um fjármögnun verkefna sem skoðuð voru mun hærri fjárhæð en hægt var að mæta. Framkvæmdastjórnin kom til móts við það með því að hækka heildarfjárhæð sem ætluð er til IPA-landsáætlana fyrir Ísland úr 28 milljónum evra í 30 milljónir.
Utanríkisráðherra áréttar í svari sínu að öll verkefnin séu valin með tilliti til þess að þau nýtist óháð aðild að Evrópusambandinu. Þessi fyrirvari ráðherrans á rætur að rekja til þess að innan ríkisstjórnarinnar hefur verið ágreiningur um hvort sækja eigi um styrki af þessu ragi, því að þeir séu til marks um aðlögun að kröfum ESB án þess að fyrir liggi ákvörðun um aðild. Hún verði ekki tekin fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Til að komast fram hjá þessum ágreiningi var ákveðið á vettvangi ríkisstjórnarinnar að umsóknir um IPA-styrki yrðu í höndum utanríkisráðherra og embættismanna hans.
Stjórnarnefnd IPA í Brussel tekur í nóvember næstkomandi afstöðu til umsóknanna frá Íslandi. Þær eru:
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.