Rússneska ríkið hefur bjargað fimmta stærsta banka Rússlands, Moskvubanka, frá falli með 14 milljarða dollara framlagi. Fyrrum aðalforstjóri bankans hefur flúið land og handtökuskipun gefin út á hendur honum. Bankinn fjármagnaði m.a. fasteignaviðskipti Luzhkov fyrrum borgarstjóra Moskvu, sem Medvedev, forseti rak á síðasta ári úr embætti.
Annar banki, VTB, yfirtók Moskvubanka í fjandsamlegri yfirtöku og þá komu í ljós töpuð útlán, sem námu um 9 milljörðum dollara, sem voru þriðjungur af eignum bankans.
Fyrrverandi forstjóri Moskvubanka, Andrei Borodin, sendi frá sér yfirlýsingu í London, þar sem sagði að hann væri í losti yfir upphæð björgunarframlagsins og sagði að yfirtaka VTB ætti sér pólitískar rætur. VTB segir hins vegar að Moskvubanki hafi stundað sviksamleg útlán og Alexei Kudrin hefur krafizt glæparannsóknar á starfsemi bankans.
Seðlabanki Rússlands mun lána Moskvubanka, tæplega 11 milljarða dollara til 10 ára á lágum vöxtum en VTB mun leggja bankanum til 100 milljarða rúblna til þess að endurfjármagna hann og eykur þar með hlut sinn í bankanum úr 46% í 75%.
VTB er annar stærsti banki Rússlands. Honum var bjargað með 6,4 milljarða dollara framlagi frá ríkinu þegar fjármálakreppan skall á.
Frá þessu segir á BBC.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.