Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki þurfa neina sérlausn í sjávarútvegsmálum gagnvart ESB, þeir þurfi aðeins að tryggja að reglan um hlutfallslegan stöðugleika í fiskveiðum gildi gagnvart þeim.Með orðum sínum við fréttasjónvarpsstöðina Euronews 27. júní lætur utanríkisráðherra undir höfuð leggjast að halda til haga sjónarmiðum meirihluta utanríkismálanefndar alþingis í sjávarútvegsmálum þótt hann segi á heimavelli á Íslandi að hann sé ekki annað en „þjónn alþingis“ gagnvart ESB og framfylgi ekki öðru þar en vilja meirihluta þingmanna.
Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar alþingis sem mótar að sögn formanns viðræðunefndar Íslands við ESB rammann í viðræðunum við ESB eru eftirfarandi skilyrði nefnd um efni samnings við ESB: 200 mílna lögsagan verði skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði. Lögð verði áhersla á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna m.a. fullveldisréttinn um 200 mílna fiskveiðilögsögu. Íslendingar hafi forræði yfir sjávarauðlindinni og Íslendingar stýri sókn í veiðistofna er byggist á sjálfbærri þróun, ráðgjöf sérfræðinga og veiðireynslu. Íslendingar fari með samningsforræði við stjórn veiða úr deilistofnum. Ísland hafi rétt til að ákveða nýtingu stofna er krefjast markvissrar nýtingar líkt og loðnustofninn. Ísland haldi forræði sínu á sviði fiskveiða og hafréttar og tali eigin máli á vettvangi alþjóðastofnana í alþjóðasamningum. Frumskylda samningamanna Íslands er að tryggja að afrakstur auðlinda sjávar falli til á Íslandi. Þannig verði ekki veitt svigrúm fyrir erlendar útgerðir að fjárfesta hér á landi þannig að nýting auðlindarinnar og afrakstur hennar færist í raun úr landi.
Fréttasjónvarpsstöðin Euronews sagði frá því mánudaginn 27. júní að „eiginlegar samningaviðræður“ Íslands og ESB væru að hefjast. Rætt var við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um sjávarútvegsmál með þeim inngangi fréttamanns að margir á Íslandi óttuðust að aðild að ESB mundi leiða til samkeppni um fiskveiðar frá öðrum þjóðum. Össur sagði að önnur ríki yrðu að virða fiskveiðikvóta. Þá sagði hann orðrétt:
„Við þurfum enga sérundanþágu (special exception). Í þessu tilliti þurfum að tryggja regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem þýðir í raun að þjóðir halda viðurkenndum hluta kvóta síns.“
Þá sagði Rafael Cereceda fréttamaður Euronews: „Meginþröskuldurinn á leið Íslands inn í ESB virðist vera samningur um sjávarútvegsmál og hvort íslenskur almenningur, sem hefur áður sýnt uppreisnaranda, styður tillögu um að ganga í sambandið. Stjórnvöld í Reykjavík segja að kjósendur verði aðeins jákvæðir takist að gera nógu góðan samning um sjávarútvegsmál.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.