Moody´s varar við því, að fyrirsjáanlega tapaðar skuldir kínverskra banka til sveitarstjórna eða svæðisbundinna stjórna þar í landi geti numið mun hærri fjárhæðum en áður var talið og leiða til þess að horfum í rekstri kínverskra banka verði breytt í neikvæðar. Þetta kemur fram á BBC.
Bankarnir lánuðu sem svarar 1,3 trilljónum dollara til þessara aðila á árinu 2010 til þess að örva vöxt. Moody´s segir að þessar skuldir kunni að vera verulega hærri en áður var talið og að um 8-10% þeirra séu tapaðar. Fyrirtækið segir að samanburður á skýrslum kínverskra banka og sérstakrar Endurskoðunarstofnunar í Kína bendi til þess að lánin nemi mun hærri upphæðum en áður hafi komið fram. Talið er að skjalagerð sé ábótavant í sumum tilvikum.
Með þessum rökum telur Moody´s að lánshæfismat kínverskra banka geti breytzt í neikvæðar horfur.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.