Laugardagurinn 27. febrúar 2021

Um 5.000 grískir læknar hafa horfið til starfa í öðrum löndum - binda litlar vonir við evru-leiðtogafund


21. júlí 2011 klukkan 10:07

Grikkir binda ekki miklar vonir við að leiðtogafundur evru-ríkjanna í Brussel fimmtudaginn 21. júlí verði til að breyta stöðu þeirra til batnaðar. „Þetta er aðeins enn einn fundur leiðtoga ESB,“ segir Panagiotis Bratsos hagfræðingur við franska blaðið Le Figaro, „Angela Merkel vill ekki neina heildarlausn jafnvel þótt neikvæð afstaða hennar kunni að leiða til upplausnar innan ESB. Hún hefur einræði á sviði efnahagasmála. Leiðtogar hinna ríkjanna verða að reyna að koma vitinu fyrir hana.“

Grískir læknar hafa gengið af sjúkrahúsum til að mótmæla efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Grikkir eru í efnahagslegri blindgötu. Þeir fengu 110 milljarða evra að láni frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir 18 mánuðum. Lánið dugði þeim ekki til að komast á réttan kjöl. Þeir skulda nú alls 340 milljarða evra og hallinn á ríkissjóði vex stjórnlaust. Þeir geta ekki leitað eftir fjármagni á mörkuðum á árinu 2012.

Verkföll eru um land allt. Leigubílstjórar hafa til dæmis lagt niður vinnu af því að fyrir dyrum stendur að afnema reglur um leyfisskyldu til leigubílaaksturs til að ýta undir samkeppni. Makis Kasidiaris, varaformaður samtaka leigubílstjóra, segir við Le Figaro:

„Ríkisstjórnin hefði ekki átt að samþykkja hinar nýju hörðu efnahagsaðgerðir fyrir þremur vikum. Þegar öllu er á botninn hvolft munu ESB-þjóðirnar aldrei samþykkja að bjarga okkur. Þær vilja eyðileggja okkur með því að afnema leyfisskyldu stéttarinnar eins þeir vilja gera gagnvart lögfræðingum og lyfjafræðingum. Við látum þetta ekki yfir okkur ganga jafnvel þótt það valdi ferðamönnum erfiðleikum.“

Blaðamaður Le Figaro segir að fleirum en leigubílstjórum sé nóg boðið. Læknar í opinberri þjónustu séu ævareiðir. Hafnarstarfsmenn í Pireus ætli að grípa til aðgerða einhvern næstu daga.

Babis Papadimitriou stjórnmálafræðingur segir við Le Figaro að hraða verði ákvörðunum um framtíð evrunnar. „ Allir tala um greiðsluþrot eða takmarkað greiðsluþrot Grikklands. Biðin leiðir ein til þess að efnahagsstarfsemin hægir á sér. Margir Grikkir neyðast til að leggja árar í bát. Sífellt fleiri menntamenn yfirgefa landið. Næstum 5.000 læknar hafa nú farið. Þeir halda til Englands, Þýskalands, Bandaríkjanna og jafnvel til Kína.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS