Haraldur Noregskonungur flutti ávarp til norsku þjóðarinnar í beinni sjónvarpsútsendingu klukkan 18.30 að norskum tíma (16.30 ísl. tími) laugardaginn 23 júlí. „Þjóðarharmleikur hefur orðið í Noregi. Það sem við heilshugar vonuðum að mundi aldrei gerast hefur samt gerst, “ sagði konungur í í upphafi ávarpsins.
„Fyrr i dag í Sundvollen hittum við ungmenni og aðstandendur þeirra sem lýstu fyrir okkur hörmulegri reynslu sinni. Þau hafa lifað sólarhring sem er handan þess sem nokkurt okkar getur skilið. Hugur okkar og djúp samúð er hjá öllum sem hafa liðið vegna þess sem gerst hefur, í Ósló og Úteyju,“ sagði konungur.
„Verknaðurinn sem var framinn í Ósló og Úteyju er áras á norskt samfélag sem við metum svo mikils. Og hann er árás á þungamiðju norsks lýðræðis. Ég er sannfærður um að trúin á frelsið er sterkari en óttinn. Ég er sannfærður um gildi norsks lýðræðis og þjóðlífs. Ég er sannfærður um að við getum lifað í friði og öryggi í okkar eigin landi,“ sagði Haraldur Noregskonungur í lok ávarps síns.
Noregskonungur, Sonia drottning og Hákon krónprins heimsóttu síðdegis laugardaginn 23. júlí neyðar- og áfallahjálparmiðstöð sem opnuð hefur verið í Sundvoll-hóteli í Buskerud-fylki fyrir vestan Ósló fyrir þá sem lifðu af skotárásina á um 600 félaga í æskulýðssamtökum Verkamannaflokksins (AUF) í Útey föstudaginn 22. júlí. Lögregla hefur staðfest að 84 hafi fallið í eyjunni en fleiri sé leitað. Aðstandendur hinna látnu og þeir sem bíða frétta af ástvinum sínum eru í miðstöðinni.
Á undan konungsfjölskyldunni kom Jens Stoltenberg forsætisráðherra í þyrlu til Sundvollen hótels með flokkssystkinum sínum úr Verkamannaflokknum, Anne-Grete Strøm-Erichsen heilbrigðisráðherra og Knut Storberget dómsmálaráðherra. Eskil Pedersen, formaður AUF, tók á móti ráðherrunum. Ráðherrarnir tóku síðan á móti konungi.
Norska útvarpið NRK sagði frá því um klukkan 11.00 að íslenskum tíma laugardaginn 23. júlí að maður hefði verið handtekinn í Sundvollen. Hann hefði sagst vera í AUF. „Ég er með hníf, mér finnst ég ekki öruggur,“ er sagt að maðurinn hafi hrópað þegar lögregla flutti hann á brott í járnum.
„Þetta gerðist fyrir augum blaðamanna. Þetta var ungur maður. Lögreglan vill ekki segja hvers vegna hann var handtekinn. Sjálfur sagðist hann vopnaður hnífi. Þegar blaðamenn spurðu hann hvers vegna hann væri með vopn sagði hann “Af því að það er svo margt sérstakt fólk hérna. Ég treysti engum.„ Áður en manninum var stungið inn í lögreglubílinn upplýsti hann að hann væri í AUF,“ sagði Jonas Sverrison Rasch, blaðamaður Dagbladets, við Dagbladet.no.
Norska lögreglan hefur skýrt frá því að hún rannsaki fullyrðingar vitnis frá Útey sem segi að fleiri en einn maður hafi verið að verki við árásina í eyjunni föstudaginn 22. júlí.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.