Demetris Christofias,forseti á Kýpur, fór þess á leit við alla ríkisstjórn landsins að hún segði af sér svo skipa mætti nýja í hennar stað.
Stefanos Stefaneou, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði að ellefu ráðherrar hefðu lagt inn lausnarbeiðni en mundu sitja áfram þar til ný stjórn veði mynduð á næstu dögum.
Afsögnin siglir í kjölfar slyss í helsta orkuvirki landsins sem sprakk 11. júlí sl. Margir Kýpverjar saka ríkið um vanrækslu sem hafi leitt til slyssins. Nú blasir við að ríkið verði að greiða allt að einum milljarði evra til að bæta úr tjóninu. Þrettán manns týndu lífi og orkuframleiðsla á eyjunni minnkaði um helming.
Matsfyrirtækið Moody‘s hafði lýst yfir því að sprengingin væri ein ástæða þess að það lækkaði lánshæfismat á ríkisskuldabréfum á Kýpur.
Athanasios Orphanides, seðlabankastjóri Kýpurs, skýrði frá því fyrir viku að Kýpur yrði ef til vill næsta ríkið á evru-svæðinu sem þyrfti neyðarlán á eftir Grikklandi, Írlandi og Portúgal.
Utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Kýpur sögðu af sér skömmu eftir sprenginguna og þess hefur einnig verið krafist að forsetinn segði af sér en ólíklegt er talið að til þess komi.
Heimild: Deutsche Welle
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.