Talsmenn demókrata og repúblíkana eru hóflega bjartsýnir um að þeim hafi tekist að ná samkomulagi um að auka lánsheimildir ríkissjóðs Bandaríkjanna og hækka svonefnt skuldaþak hans um þrjú þúsund milljarði dollara úr 14.3 þúsund milljörðum fyrir þriðjudaginn 2. ágúst. Nú eru drög að samkomulagi til umræðu í þingflokkum í Washington.
Mitch McConnell, leiðtogi repúblíkana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði sunnudaginn 31. ágúst að litlu munaði að samkomulag væri í höfn eftir að hann átti fund með Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna. Richard Durbin einn af forystumönnum demókrata í öldungadeildinni talaði um „jákvæðari tilfinningu“ en demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni. Repúblíkanar ráða ferðinni í fulltrúadeild þingsins. Undanfarna sólarhringa hafa þingdeildirnar skipst á að samþykkja ólík frumvörp um fjárlagavandann.
Nái forystumenn flokkanna samkomulagi í öldungadeildinni verður það borið undir fulltrúadeildina fyrir 2. ágúst.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, styður frumvarp sem Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hefur lagt fram. Þar er gert ráð fyrir að lækka ríkissjóðshatta um 2,2 þúsundir milljarða og hækka skuldaþakið um 2,7 þúsundir milljarða sem þýddi að málið kæmi ekki aftur á dagskrá fyrir forsetakosningarnar 2012. Reid hefur frestað afgreiðslu á frumvarpi sínu þar til síðdegis sunnudaginn 31. júlí.
Þótt frumvarp Reids hafi ekki verið afgreitt í öldungadeildinni tók fulltrúadeildin það til meðferðar síðdegis laugardaginn 30. júlí og felldi með 246 atkvæðum gegn 173. Í frumvarpi sem fulltrúadeildin hafði samþykkt að tillögu Johns Boehners, forseta deilarinnar og leiðtoga repúblíkana, var gert ráð fyrir 900 milljarða dollara meiri niðurskurði en í frumvarpi Reids en hækkun á skuldaþakinu er svipuð í báðum frumvörpum.
Í tillögu Boehner felst hins vegar að málið verður tekið fyrir á þingi að nýju á næsta ári, þegar baráttan um forsetaembættið stendur sem hæst. Þar er einnig mælt fyrir um að stjórnarskránni verði breytt og sett í hana „ákvæði um hallalaus fjárlög“.
Obama og leiðtogar demókrata í öldungadeildinni eru á móti þessum ákvæðum og var tillögum Boehners hafnað í öldungadeildinni. Obama hefur hvað eftir hvatt til þess að báðir flokkar standi að lausn skuldavandans.
Heimild: BBC
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.