Laugardagurinn 25. júní 2022

Obama hefur ritað undir auknar lánsheimildir fyrir luktum dyrum


2. ágúst 2011 klukkan 19:42

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp til laga um auknar lánsheimildir ríkissjóðs Bandaríkjanna og Barack Obama Bandaríkjaforseti ritaði undir lögin fyrir luktum dyrum. Þau hafa tekið gildi og hefur þar með tekist að forða ríkissjóði Bandaríkjanna frá greiðsluþroti.

Lánshæfismat Bandaríkjanna er óbreytt hjá matsfyrirtækinu Fitch, en Moody‘s og Standard & Poor‘s stíga varlegar til jarðar þó ekki séu líkur á að þau lækki matið.

Af 100 öldungadeildarþingmönnum samþykktu 74 frumvarpið en 26 voru á móti. Sex demókratar, einn óháður og 19 repúblíkanar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

Lánsheimildin er hækkuð um 2.400 milljarða dollara úr 14.300 milljörðum og gert er ráð fyrir 2.100 milljörðum dollara niðurskurði á 10 árum.

Obama flutti ræðu í Hvíta húsinu skömmu eftir samþykkt þingsins og sagði að líklega hefði óvissan vegna samþykktar laganna um lánsheimildina valdið fyrirtækjum og neytendum óvissu. „Við hefðum getað komist alveg hjá þessu,“ sagði hann.

Forsetinn taldi frekari aðgerða þörf, það væri ekki unnt fyrir Bandaríkin „að binda enda á fjárlagahallann aðeins með niðurskurði“. Hann hvatti þingið til að huga nú að aðgerðum til að skapa fleiri störf og ýta undir einkaneyslu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS