Miđvikudagurinn 21. október 2020

Ítalskir stjórnmálamenn gagnrýndir fyrir bruđl í eigin ţágu og há laun


3. ágúst 2011 klukkan 17:50

Ítalskir ţingmenn eru hćst launuđu stjórnmálamenn í heimi og einnig međal stćrstu svindlaranna segir ítalskur bloggari sem skrifar undir dulnefni og ţýska fréttastofan Deutsche Welle notar sem heimildarmann.

Bloggarinn segir ađ sér hafi sagt upp starfi hjá ítalska ţinginu eftir ađ hafa starfađ ţar í 15 ár. Hann notar nú Facebook til ađ leka upplýsingum um sérréttindi ţeirra sem hafa náđ kjöri á ţingiđ.

Úr sal ítalska þingsins

Ítalskir stjórnmálamenn fá ókeypis farseđla hjá ítalska flugfélaginu fyrir sjálfa sig og vini sína, láta stuđningsmönnum sínum í té bíla og bílstjóra, fá afslátt af símakostnađi og farartćkjum og gefa rangar skýrslur um líflátshótanir til ađ fá lífverđi. Ţeir fá einnig 12.000 evrur (tćpar 2 m.kr.) í mánađalaun eftir skatta, sem eru tvisvar sinnum hćrri laun en međallaun í Evrópu.

Segio Rizzo er höfundur metsölubókar um ítalska stjórnmálamenn sem heitir La Casta, Hefđarstéttin. Ţar lýsir hann sóun og fjáraustri ítalskra stjórnmálamanna sem hafi ţanist út og skapađ sér sífellt meiri sérréttindi.

„Ítalskir stjórnmálamenn eru hinir dýrustu í Evrópu og ég held í öllum heiminum,“ sagđi Rizzo viđ Deutsche Welle.

„Vandinn felst ekki ađeins í fjölda ţinganna,“ sagđi hann. „Vandinn felst í ţví hve dýr hver mađur er sem vinnur í ţinginu. Viđ ítölsku öldungadeildina starfa um 1.000 manns og kostar hver ţeirra um 130.000 evrur (21,5 m. ISK) á ári.“

Ţessi kostnađur á mann eftir skatta er um fimm sinnum hćrri en međaltalskostnađur viđ opinberan starfsmann á Ítalíu ađ sögn Rizzos.

Deutsche Welle segir ađ ţessi mikli ójöfnuđur valdi ţví ađ blogg fyrrverandi starfsmanns ţingsins sé svo vinsćlt en um 400.000 manns fylgist međ ţví. Ţá ţyki almenningi jafnframt hneykslanlegt ađ stjórnmálamenn skelli skollaeyrum viđ óréttlćtinu.

Renato Brunetta nýsköpunarráđherra neitađi á nýlegum fundi ađ fá spurningu frá fulltrúa verktöku-starfsmanna. Brunetta sagđi fulltrúanum ađ hún vćri fulltrúi hins versta á Ítalíu.

Forseti hérađsstjórnar í Lombardíu á Norđur-Ítalíu vakti reiđi og hneykslun ţegar hann veitt sjónvarpsviđtal um nauđsyn niđurskurđar ţar sem hann stóđ léttklćddur á bryggju viđ hliđina á snekkjum sem hver kostar margar milljónir evra.

Sergio Rozzi segir ađ samdrátturinn í efnahagslífi Ítala valdi ţví ađ ţeir hafi minni ţolinmćđi en ella gagnvart bruđli stjórnmálamanna.

„Ţađ er eins og risiđ hafi stór alda gegn sóun, gegn hroka stjórnmálamanna,“ sagđi Rizzo. „Ađ nokkru leyti er ţetta eins og 92 og 93 ţegar Hreinar hendur létu ađ sér kveđa á Ítalíu.“

Á tíma hinn Hreinu handa sćttu margir stjórnmálamenn, embćttismenn og landskunnir fésýslumenn handtökum og fangelsunum í atlögu gegn spillingu. Hreinsunarbylgjan gekk yfir án nokkurra umtalsverđra umbóta. Nú telja margir ađ ekki verđi unnt ađ sigrast á gífurlegum efnahagsvanda Ítalíu án umbóta.

Heimild: Deutsche Welle

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS