Fimmtudagurinn 4. mars 2021

Olli Rehn hraðar sér til Brussel vegna vanda evrunnar


5. ágúst 2011 klukkan 17:41

Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, gerði hlé á sumarleyfi sínu í Finnlandi og hraðaði sér til Brussel þar sem hann efndi til blaðamannafundar föstudaginn 5. ágúst til upplýsa menn um að innan ESB ynnu menn „nótt og dag“ til að búa í haginn fyrir neyðaraðstoð í þágu evrunnar.

Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og formaður ráðherraráðs evru-ríkjanna.

Af fréttum má ráða skuldavandinn hafi nú náð inn til Frakklands frá nágrannaríkjunum Ítalíu og Spáni. Rehn sagðist mundu leggja fram tillögu í næsta mánuði um ný, sameiginleg „evru-skuldabréf“.

Til þessa hefur verið bannað að tala um slík bréf opinberlega í höfuðstöðvum ESB vegna þess að útgáfa þeirra felur í sér að fé er flutt án afskipta stjórnvalda frá ríkjum þjóðum til þeirra sem fátækari eru. Slík bréf mundu gera ríkisstjórnum evru-ríkjanna kleift að afla sér þess fjár sem þær þurfa til að halda þjóðfélögum sínum gangandi á ábyrgð allra 332 milljón íbúa á evru-svæðinu.

Rehn sagði einnig að miklu skipti hvað G7 og G20 ríkin gerðu – það er Bandaríkin, Japan, Bretland og stór ríki utan hinna gömlu efnahagsvelda Brasilía, Kína, Indland og Rússland – til að vinda ofan af skuldaspennunni á evru-svæðinu.

Angela Merkel Þýskalandskanslari, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, töluðu öll saman í síma 5. ágúst þrátt fyrir að vera í sumarleyfi. Embættismenn í Brussel sögðu að neyðarfundur evru-leiðtoga væri ekki á döfinni.

Í tilraun sinni til að snúa vörn í sókn sagði Rehn að hann tryði því ekki að Spánn og Ítalía, löndin tvö undir mestum þrýstingi, þyrftu á fjárhagslegri aðstoð að halda, jafnvel þótt neyðarsjóður ESB kynni að verða stækkaður.

Rehn sagði að innan ESB og Seðlabanka Evrópu ynnu menn nótt og dag við að hrinda ákvörðunum leiðtogafundar evru-ríkjanna 21. júlí í framkvæmd. Hann hvatti til þess að þessum stofnunum og stjórnvöldum einstakra landa yrði veitt svigrúm til að ljúka þessu verki en til þess þyrfti nokkrar vikur en ekki mánuði.

Grikkjum verður ekki veitt nýtt neyðarlán án samþykkis stjórnvalda í evru-ríkjunum 17. Í nokkrum þeirra þarf að leggja málið fyrir þing landanna.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS