Ţriđjudagurinn 9. ágúst 2022

Kínverjar skamma Bandaríkjamenn fyrir eyđslu – bandarísk ríkisskulda­bréf áfram sterk

Ótti um viđbrögđ á fjármálamörkuđum í upphafi nćstu viku


6. ágúst 2011 klukkan 23:23

Eftir ađ lánshćfismat Bandaríkjanna lćkkađi úr AAA hjá Standard & Poor‘s óttast margir meira umrót en áđur á mörkuđum mánudaginn 8. ágúst. Kínverjar sem eru stćrstu lánveitendur Bandaríkjamanna segja ađ ţeir hafi fullan rétt á ađ krefjast ţess ađ Bandaríkjastjórn snúist skipulega gegn skuldavandanum og tryggi öryggi ţeirra 1.200 milljarđa dollara sem Bandaríkjamenn skulda Kínverjum.

Kínverjar segja ađ lćkkunin á lánshćfismatinu kunni ađ verđa fylgt eftir af fleiri „skelfilegum lćkkunum á lánshćfi“ og fjármálaókyrrđ um heim allan ef Bandaríkjamönnum mistakist ađ „afla meira en ţeir eyđa“.

„Bandaríkjastjórn verđur ađ laga sig á ţeirri sársaukafullu stađreynd ađ hinir gömlu góđu dagar ţegar hún gat bara fengiđ lán til bjarga sér út úr eigin klúđri eru loks á enda runnir,“ sögđu kínversk stjórnvöld í frásögn Xinhua fréttastofunnar.

Vinc Cable, viđskiptaráđherra í Bretlandi, sagđi ađ lćkkunin á lánshćfismatinu hefđi „veriđ alveg fyrirsjáanleg afleiđing ţeirrar upplausnar sem Bandaríkjaţing skapađi fyrir fáeinum vikum ţegar ţingmenn urđu ekki sammála um ađ lyfta skuldaţakinu“.

Francois Baroin, fjármálaráđherra Frakklands, sagđi ađ stjórn Frakklands bćri fyllsta traust til bandaríska hagkerfisins. Á Indlandi var ástandinu lýst sem „alvarlegu“ og Rússar sögđust mundu viđhalda sama hlutfalli af dollurum í gjaldeyrisvarasjóđi sínum og bćttu viđ: „Ţađ er ekki mikill munur á AAA og AA+.“

Fréttir herma ađ fjármálaráđherrar G7 ríkjanna rćđi saman nú um helgina og íhugi sameiginlegar ađgerđir til ađ draga úr líkum á uppnámi á fjármálamörkuđum mánudaginn 8. ágúst.

„Pólitísk forysta er engin hvorki í Bandaríkjunum né annars stađar í hinum vestrćna heimi,“ sagđi Terry Smith, forstjóri verđbréfamiđlarafyrirtćkisins Tullets Prebons í bloggi sínu laugardaginn 6. ágúst. „Bandaríkjastjórn og ríkisstjórnir í hinum vestrćna heimi verđa ađ horfast í augu fyrir ţá köldu stađreynd ađ síđustu 30 ár höfum viđ einfaldlega lifađ um efni fram.“

Ákvörđun S&P um lćkkunina á lánshćfismatinu er mikiđ pólitískt áfall fyrir fyrir Bandaríkjastjórn og Bandaríkin ađ mati fréttaskýrenda. Lćkkunin er kynnt í sömu viku og deildir Bandaríkjaţings luku langri rimmu repúblíkana og demókrata rétt áđur en ríkissjóđur Bandaríkjanna fór fram af brúninni.

S&P hótađi lćkkun á mati í júlí ef stjórnvöldum tćkist ekki ađ ljúka deilunum um auknar lánsheimildir á ţann veg sem fyrirtćkiđ teldi viđunandi. Lét S&P síđan til til skarar ađ kvöldi föstudags 5. ágúst eftir nokkra fundi međ embćttismönnum í Washington.

Auk ţess ađ lćkka lánshćfismatiđ sagđi S&P ađ horfur fyrir Bandaríkin vćru „neikvćđar“ sem ţýđir ađ önnur lćkkun kunni ađ verđa kynnt á nćstu 12 til 18 mánuđum. Fyrirtćkiđ sagđist „svartsýnt“ um getu Bandaríkjaţings og forsetaembćttisins til ađ ná tökum á skuldum ríkisins.

Í breska blađinu The Daily Telegraph segir ađ kostnađu vegna fjármálakreppunnar og efnahagssamdráttarins auk stríđanna í Írak og Afganistan hafi ţyngt skuldabyrđi Bandaríkjanna síđasta áratug og gert afganginn hjá ríkissjóđi í forsetatíđ Bills Clintons ađ engu. Ţetta segi ţó ekki alla söguna ţví ađ aukin ríkisútgjöld til heilbrigđismála og eftirlauna hafa leitt til framtíđarskuldbindinga sem ađ mati S&P og fleiri munu auka ríkisskuldir og gera ţćr óviđráđanlegar nema gripiđ verđi til skattahćkkana og niđurskurđar.

Ríkisskuldabréf Bandaríkjanna eru hornsteinn fjármálakerfis heimsins og erlendir lánardrottnar í Kína og Japan eiga mikiđ magn af ţeim auk ţess eru ţau notuđ til tryggingar í daglegum viđskiptum banka og fjárfesta. Ţótt markađir hafi búist viđ neikvćđri ákvörđun S&P síđan Bandaríkjaţing komst ađ niđurstöđu sinni ríkir mikil óvissa um hvađ gerist í viđskiptum mánudaginn 8. ágúst.Moody‘s og Fitch, hin tvö stóru matsfyrirtćkin, halda einkunn sinni AAA óbreyttri á ríkissjóđi Bandaríkjanna.

Sérfrćđingar hjá Capital Economics segja ađ ákvörđun S&P muni „örugglega skekja fjármálamarkađi ţegar ţeir verđa opnađir á mánudag“ en ţeir segja jafnframt ađ áhrifin verđi líklega skammvinn vegna ţess ađ efnahagslegur samdráttur á heimsvísu auki ađdráttarafl bandarískra ríkisskuldabréfa ţví ađ ţau séu áfram öruggt skjól fjárfesta. Umfang bandaríska ríkisskuldabréfamarkađarins er um 9000 milljarđar dollara og enginn ríkisskuldabréfamarkađur stenst honum snúning. Verđiđ á bréfunum er nú međ ţví hćsta sem ţađ hefur veriđ í ár, ţrátt fyrir lćkkunina hjá S&P, vegna ţess hve mikil spurn er eftir ţeim á samdráttartíma.

Hver sem viđbrögđin verđa í nćstu viku er ljóst ađ lćkkunin á lánshćfismatinu er alvarlegt áfall fyrir virđingu Bandaríkjanna og hún mun líklega einnig auka lántökukostnađ Bandaríkjanna. JPMorgan hefur reiknađ út ađ lćkkunin kunni ađ kosta Bandaríkjamenn um 100 milljarđa dollara á ári. Áriđ 2010 greiddu Bandaríkin 414 milljarđa dollara í vexti.

Heimild: The Daily Telegraph, Richard Blackden, New York

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjađnar samt

Nú mćla hagvísar okkur ţađ ađ atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt ađ verđbólgan fćrist í aukana. Ţađ er rétt ađ atvinnuleysiđ er ađ aukast og er ţađ í takt viđ ađra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Ţađ er hinsvegar rangt ađ verđbólgan sé ađ vaxa.

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS