Föstudagurinn 22. janúar 2021

Þjóðverjar verða fá að greiða atkvæði um framtíð ESB - segir stjórnmálarit­stjóri Der Spiegel


23. ágúst 2011 klukkan 15:29

„Þjóðverjar hafa alltof lengi unað því að lítill hópur sérfræðinga hefur rætt um málefni Evrópu og þess vegna bera þeir sinn hluta ábyrgðarinnar á þeirri ringulreið sem nú ríkir. Enn er þó leið til að koma á betri skipan í Evrópu og virkja venjulegt fólk til að láta sig ESB einhverju skipta – með beinum kosningum,“ segir Roland Nelles, stjórnmálaritstjóri þýska vikublaðsins Der Spiegel í grein sem birtist á vefsíðu blaðsins 19. ágúst.

Roland Nelles

Nelles minnir á að árin 1787 og 1788 hafi greinarflokkur – sem nú sé þekktur undir heitinu The Federalist Papers ˗ birst í blöðum í New York undir dulnefninu Publius. Að baki dulnefnisins hafi staðið bandarískir forystumenn í stjórnmálum sem vildu koma því skýrt og greinilega á framfæri að hin laustengdu ríki myndu að lokum sameinast og mynda öflugt lýðræðisríki.

Rúmlega 200 árum síðar ræði Evrópumenn um sameiningu í álfu sinni. Umræðurnar séu hins vegar í skötulíki og snúist um peninga. Þegar rætt sé um Evrópu samtímans spyrji almenningur: Hvað kostar þetta mikið?

Þjóðverjar þykist hafa ráð undir rifi hverju en skelli skuldinni á aðra, Grikki, Spánverja og Ítali, þegar vanda beri að höndum. Þjóðverjar eigi hins vegar að sitja uppi með skömmina, því að hún sé þeim að kenna, sjálfum ofur-Evrópumönnunum.

Árum saman hafi Þjóðverjar kunnað vel við allt tengt Evrópu en það hafi verið evru-nördarnir í Brussel sem hafi farið í saumana á því risaverkefni að láta dæmið ganga upp – venjulegt fólk hafi einfaldlega ekki haft neinn áhuga á Evrópu.

Þjóðverjar hafi liðið forystumönnum sínum að samþykkja hluti í Brussel sem varla nokkur hafi skilið. Forystumennirnir sjálfir hafi líklega ekki áttað sig á afleiðingum gjörða sinna.

Þjóðverjar hafi sætt sig við að Grikkir sættu aðeins léttvægri refsingu fyrir að brjóta gegn stöðugleikasáttmálanum á bakvið evruna og þeir hafi leyft að komið yrði á fót ESB-þingi sem hafi minna vald en sveitarstjórn í Þýsklandi. Þeir hafi ekki tekið þátt í kosningum til ESB-þingsins og slökkt á sjónvarpinu þegar fluttar voru fréttir frá Brussel. Þeir hafi í stuttu máli brugðist sem borgarar.

Roland Nelles segir að Evrópumál séu vissulega ekki spennandi. Þegar um þau sér ætt sjái menn fyrir sér evru-krata í Brussel eða minnist endurlausra næturfunda og „smjörfjallsins“, tákns sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar. Áhugi á Evrópuverkefninu [samruna Evrópuríkja] sé lítill, litið sé á góðan árangur undir merkjum þess eins og frjálsa för eða innri markaðinn sem sjálfsagða hluti.

Ekki sé um neinn sameiginlegan evrópskan umræðuvettvang að ræða. Hver þjóð ræði málin í sinn hóp og stjórnmálamenn hugsi aðeins um næstu kosningar og segi við kjósendur sína það sem þeir telji þá vilja heyra.

Nú láti menn mál sig þó nokkru meira skipta en áður af því að þau snerti budduna þeirra. Þeir vilji að minnsta kosti reyna að átta sig á því hvað sé að gerast. En berjumst við einnig fyrir betri Evrópu eins og höfundar The Federalist Papers sem börðust fyrir sameinaðri Ameríku? spyr Nelles.

Menn átti sig á því að talið um skuldabréf snerti þeirra eigin afkomu. Þeir kaupi gull og kvarti undan Ítölum og risaskuldum þeirra en ræði ekki í neinni alvöru um framtíð Evrópu.

Stjórnmálaritstjóri Der Spiegel telur að þessu megi breyta. Það verði þó ekki gert nema stigið verði djarft skref eins og það að Evrópumenn geti gengið til evrópskrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar yrði spurt: Eigum við að draga saman segl Evrópusambandsins eða eigum við að ganga til frekara samstarfs undir merkjum Evrópu? Viljum við forseta Evrópu sem kjörinn er beinni kosningu? Raunverulegt löggjafarþing? Hvað um evrópska stjórnmálamenn sem loksins mætti kalla til ábyrgðar á því sem illa hefur farið? Nú sé tími ákvarðana. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla kveikti miklar umræður.

Grein sinni lýkur Roland Nelles á þessum orðum:

„Við verðum að komast frá umræðum sem stjórnað er af hagfræðingum og hefja umræður um stjórnmál. Hver sá sem er samþykkur sameiginlegri mynt eða minnist á millifærslubandalag ætti að stíga næsta skref og hefja umræður um hreinan pólitískan samruna. Sé það ekki gert tala menn bara í hringi. Enginn græðir neitt á endalausu tali um “efnahagslega ríkisstjórn„ sem komi saman tvisvar á ári. Þessi ógagnsæja, teknókratíska stefnumótun meðal leiðtoga skapar einmitt þá hættulegu þreytu gagnvart málefnum Evrópu sem auðveldar fíflalegum lýðskrumurum að ná í fylgi.

Fái Evrópumenn loksins að ganga til raunverulegra kosninga munu þeir einnig láta sig málin varða. Í öðrum ESB-ríkjum hefur sannast hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur geta vakið líflegar umræður um Evrópumál. Að lokum munu Evrópumenn komast að réttri niðurstöðu. Það verður að binda enda á gamalt, þreytandi rifrildi um Evrópu.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS