Fimmtudagurinn 29. október 2020

Finnar halda fast í kröfu sína um sértryggingar vegna lána til Grikkja


26. ágúst 2011 klukkan 11:42
Jutta Urpilainen

Finnar munu halda fast í kröfu sína um sérstaka tryggingu sér til handa vegna nýs neyđarláns evru-ríkjanna til Grikkja hvađ sem líđur fréttum um hiđ gagnstćđa undanfarna daga. AFP-fréttastofan hefur eftir ţetta heimildarmanni innan finnsku ríkisstjórnarinnar sem sagđi föstudaginn 26. ágúst: „Finnar munu krefjast tryggingar, ţađ er enn skilyrđi lánveitingar til ađ hjálpa Grikkjum. Um ţetta verđur ekki samiđ.“

Heimildarmađurinn hafnađi ţví sem fram kemur 26. ágúst á vefsíđunni EUobserver ţar sem fullyrt er ađ stjórnvöld í Helsinki hafi falliđ frá kröfu sinni vegna ţrýstings frá Ţýskalandi. Finnska stjórnin sé ađeins fús ađ semja um eđli tryggingarinnar en ekki ađ falliđ verđi frá henni, segir heimildarmađurinn viđ AFP.

Frá ţví var skýrt í síđustu viku ađ Finnar og Grikkir hefđu samiđ um sérstaka tryggingu til handa Finnum vegna hlutar ţeirra í nýju neyđarláni evru-ríkjanna til Grikkja sem kynnt var 21. júlí sl. Ţjóđverjar, Austurríkismenn, Hollendingar, Slóvakar og Slóvenar gagnrýndu ţetta samkomulag harđlega.

Wolfgang Scäuble, fjármálaráđherra Ţýskalands, lét ţau orđ falla á ţingflokksfundi međ kristilegum demókrötum fyrir tveimur dögum ađ Finnar hefđu falliđ frá kröfu sinni um sérkjör. Jyrki Katainen, forsćtisráđherra Finna, sagđi hins vegar ađ stjórn sín mundi krefjast sérkjara en vćri til viđrćđu um form ţeirra. Jutta Urpilainen, fjármálaráđherra Finnlands, sagđi á fundi finnska Jafnađarmannaflokksins fimmtudaginn 25. ágúst ađ krafan um tryggingu stćđi áfram og fyrirvari um rétt til slíkrar tryggingar vćri í samţykkt leiđtogafundar evru-ríkjanna frá 21. júlí ađ tilmćlum Finna.

„Krafa Finna um lánatryggingu ćtti ekki ađ koma neinum á óvart,“ sagđi hún. Ţetta skilyrđi um tryggingu var sett í stjórnarsáttmála finnsku ríkisstjórnarinnar sem var mynduđ í júní sl. og síđan var ţađ stađfest af ESB-nefnd finnska ţingsins sem leiđir til ţess ađ horki Katainen né Urpilainen geta einhliđa skipt um skođun á málinu.

Hlutur Finna í neyđarláninu til Grikkja nemur ađeins um 2% af 109 milljarđa evru lánsfjárhćđinni en ţar ađ auki fá Grikkir 50 milljarđa evra frá einkafyrirtćkjum, einkum bönkum og tryggingarfyrirtćkjum.

Finnskur almenningur er mjög andvígur skuldbindingum í sínu nafni til ađ bjarga óreiđuţjóđum eins og birtist í miklum framgangi flokksins Sannir Finnar sem eru andvígir ESB, flokkurinn heitir nú Flokkur Finna.

Hiđ breytta viđhorf međal Finna í garđ ESB hafđi áhrif á alla stjórnmálaflokka landsins og hinar langvinnu stjórnarmyndunarviđrćđur sem hófust eftir kosningarnar í apríl. Finnskir jafnađarmenn sem hafa alla tíđ veriđ jákvćđir í garđ ESB urđu gagnrýnni og ţar á međal Urpilainen sem beitti sér fyrir ţví ađ fyrirvari yrđi settur af hálfu Finna um sértryggingu viđ neyđarlán í ţágu evrunnar og neitađi ađ setjast í ríkisstjórn án ţess ađ forsćtisráđherrann tćki undir međ sér og héti ţví ađ styđja kröfuna.

Heimild: AFP

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS