Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

„Það ríkir móðursýki í Þýzkalandi“-Merkel aflýsir ferð til Rússlands


29. ágúst 2011 klukkan 08:48
Reuters
Angela Merkel

Það ríkir móðursýki í Þýzkalandi, segir Klaus Regling, forstjóri EFSF (European Financial Stability Facility-neyðarsjóður ESB) í viðtali við Daily Telegraph. Angela Merkel, kanslari, hefur aflýst mikilvægri heimsókn til Rússlands hinn 7. september n.k. en þann dag verða ákvarðanir leiðtogafundar evruríkjanna frá því í júlí lagðar fyrir þýzka þingið og stjórnlagadómstólinn þýzki tekur fyrir mál, sem getur hleypt öllu málinu í uppnám.

Angela Merkel stendur frammi fyrir alvarlegri uppreisn í samsteypunni, sem stendur að baki ríkisstjórn hennar. Þýzkir fjölmiðlar segja, að 23 af þingmönnum samsteypustjórnar Merkel ætli að greiða atkvæði gegn samkomulaginu frá 21. júlí sl., þar af 12 af 44 þingmönnum CSU, systurflokks Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Þetta þýðir, að Merkel gæti þurft að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðunnar, sem aftur gæti þýtt fall stjórnarinnar.

Joahannes Sighammer, leiðtogi CSU í þinginu gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að hafa farið fram úr sjálfum sér í aðgerðum áður en þjóðþing landanna hafi tekið afstöðu. Í dag verður birt skýrsla á vegum CSU, þar sem lýst er andstöðu við samkomulag Merkel og Sarkozy.

Í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir CSU er nýlegu samkomulagi Angel Merkel og Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta um evruna og framtíð hennar hafnað og sagt að áformum um efnahagslega ríkisstjórn fyrir evru-ríkin beri að ýta til hliðar. Þess er krafist að reglum um myntsamstarf innan ESB verði breytt á þann veg að einstök ríki geti orðið gjaldþrota eða unnt sé að reka þau úr myntsamstarfinu fyrir ítrekuð brot á reglum þess.

Innan raða eigin flokks, CDU, á Merkel undir högg að sækja og hafa þingmenn hótað að rísa upp gegn evru-áformum hennar, þar á meðal Wolfgang Bossbach, talsmaður þingflokksins í innanríkismálum. Hann sagðist ekki ætla að styðja tillögur kanslarans. „Ég get ekki greitt atkvæði gegn eigin sannfæringu,“ sagði hann.

Ambrose Evans-Pritchard segir að aðstoðarmenn Merkel telji hana „berjast á öllum vígstöðvum“. Það ráðist í næsta mánuði hver framtíð hennar verði, hlutur Þýskalands og örlög evru-samstarfsins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS