Forystumenn innan ESB verða að ákveða hvort þeir vilji vinna saman og greiða hátt verð fyrir að halda evru-svæðinu á lífi eða undirbúa í alvöru „stýrða upplausn“ svæðisins segir Jacek Rostowski, fjármálaráðherra Póllands, í Gazeta Wyborcza, helsta dagblaði Póllands, mánudaginn 29. ágúst.
Hann telur að niðurstaðan ráðist ekki síst af afstöðu Þjóðverja. Þeir verði að leggja mat á hvaða afleiðingar það hefði fyrir þá að evran yrði aflögð. Fjármálaráðherrann segir að valið standi á milli þessara tveggja kosta: að greiða hátt verð fyrir framhald evrunnar eða bera mikinn kostnað af brotthvarfi hennar. „Þeir sem átta sig ekki á þessu leika sér að eldi,“ segir hann.
Pólverjar fara nú með pólitíska forystu innan ESB. Þeir gengu í ESB árið 2004 en hafa dregið á langinn að taka upp evru vegna þess mikla vanda sem að henni steðjar. Pólsk stjórnvöld hafa hins vegar sagt að þau muni ná að fullnægja Maastricht-sáttmálanum um skilyrði vegna aðildar að evru-svæðinu árið 2015.
Jacek Rostowski er hagfræðingur, fæddur í Bretlandi. Hann varar í grein sinni við lýðskrumi í Evrópu og segir það af tvennum toga:
„Í fyrsta lagi er það lýðskrumið í suðri – óraunsæi í efnahagsmálum þar sem menn neita að axla ábyrgð á eigin vandamálum. Hér vísa ég meðal annars til þeirra sem taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn efnahagsráðstöfunum grísku ríkisstjórnarinnar.
Í öðru lagi er það lýðskrumið í norðri – í sumum löndum þar – sem er reist á sjálfselsku og skorti á samstöðu með fólki sem glímir við vanda.
Valið er einfalt: annað hvort samstaða eða upplausn Evrópu.“
Samkvæmt aðildarskilmálunum frá 2004 ber Pólverjum skylda til að taka upp evruna. Jacek Rostowski segir hins vegar í grein sinni að þeir muni ekki gera það nema gerðar hafi verið ráðstafanir til að sigrast á skuldavandanum.
„Við förum ekki inn á evru-svæðið nema við séum vissir um að umbæturnar séu nógu róttækar,“ segir fjármálaráðherra Póllands í grein sinni.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.