Það þarf að styrkja Evrópusambandið og núverandi sáttmálar ESB verða að taka breytingum til að það sé unnt. Þetta var boðskapur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á þingi miðvikudaginn 7. september. Hún sagði einnig að herða yrði reglur gagnvart þeim sem brytu gegn hallareglum evru-svæðisins.
Í þingræðunni sagði Merkel að Þjóðverjar yrðu að minnast þess að öflugt Evrópusamband yrði Þýskalandi til framdráttar. „Þegar til framtíðar er litið vegnar Þýskalandi ekki vel nema hið sama eigi við um Evrópusambandið.“
Á vefsíðunni SpiegelOnline segir að óljóst sé hvort Merkel hafi vísað til nýlegra krafna frá Wolfgang Schäuble fjármálaráherra um nýjan ESB-sáttmála sem mundi færa mikið fjárlagavald frá einstökum evru-ríkjum til Brussel eða hvort hún vísaði til sinna eigin orða frá 2010 þegar hún sagði að herða þyrfti á reglum Lissabon-sáttmálans um fjárlagahalla og skuldabyrði.
Merkel sagði einnig að nú þyrfti að huga alvarlega að því að móta reglur um að unnt yrði að stefna ríkjum sem brytu gegn reglum ESB um fjárlagahalla fyrir ESB-dómstólinn. Með þessum orðum ítrekar hún sjónarmið sem hún hreyfði á síðasta ári um að sjálfkrafa refsingu þeirra sem brytu þessar reglur. Fyrir orð Nicolas Sarkozys féll hún síðar frá þessari kröfu.
Ræðu Merkel var ekki síst beint til hennar eigin þingmanna sem eru hikandi í afstöðu sinni til nýs neyðarláns til Grikkja í samræmi við niðurstöðu leiðtogafundar evru-ríkjanna 21. júlí sl. Lokaatkvæðagreiðsla um málið er 29. september í þýska þinginu. Í ræðu sinni sagði Merkel að skylda núverandi kynslóðar væri að stofna því ekki í hættu sem áunnist hefði með stofnun Evrópusambandsins. „Það er hlutverk okkar að tryggja framhald á sigurgöngu sambandsins og skila því ólöskuðu í hendur barna okkar og barnabarna,“ sagði hún og bætti við að mikilvægasta verkefni þess þings sem nú sæti í Þýskalandi væri að styrkja stöðu evrunnar.
„Evran er meira, miklu meira en gjaldmiðill. Evran er trygging fyrir sameinaðri Evrópu. Falli evran, fellur Evrópa,“ sagði kanslarinn.
Barátta Merkel og ríkisstjórnar hennar til að tryggja framtíð evrunnar hefur minnkað fylgi hennar meðal þýsku þjóðarinnar. Ný skoðanakönnun á vegum Forsa sem birtist miðvikudaginn 7. september sýnir að yrði gengið til kosninga næsta sunnudag mundu 32% þýskra kjósenda styðja flokk Merkel, kristilega demókrata, og aðeins 4% mundu styðja samstarfsflokk hennar, frjálsa demókrata. Þingkosningar verða ekki fyrr en 2013.
Frank-Walter Steinmeier, þingleiðtogi jafnaðarmanna, sagði í þingumræðunum 7. september að „aðgerðarleysi“ Merkel í evru-kreppunni stofnaði lýðræðinu í hættu. Hann sagði að ríkisstjórn hennar væri hin versta sem setið hefði í marga áratugi og engin ríkisstjórn hefði áður staðið sig jafn „hörmulega“.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.